07.01.2019
Æfingar í júdo eru hafnar að nýju eftir áramót og eru allir velkomnir að prófa að æfa júdó frítt í tvær vikur.
03.01.2019
Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði sunnudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.
02.01.2019
U-19 ára landslið karla vann til bronsverðlauna á Sparkassen Cup í Þýskalandi, en mótið fór fram á milli jóla og nýárs. Með liðinu voru þeir Guðjón Baldur Ómarsson og Ísak Gústafsson.Ísland spilaði gegn Saar, Hollandi og Danmörku í riðlinum.
30.12.2018
Kvennalið knattspyrnudeildar Selfoss kveður árið 2018 með hvelli en í dag skrifaði miðjumaðurinn Karitas Tómasdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Undanfarin þrjú tímabil hefur Karitas spilað með Selfossi yfir hásumarið á meðan hún hefur stundað nám við TCU háskólann í Texas í Bandaríkjunum.
29.12.2018
Það var blásið til flugeldasýningar á Selfossvelli í dag þegar Brynja Valgeirsdóttir skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Brynja, sem er 25 ára gömul, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum og var varafyrirliði liðsins á nýliðnu tímabili þar sem hún átti gott sumar í hjarta varnarinnar.
29.12.2018
Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við handknattleiksdeild Selfoss. Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, kemur frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal. Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan. Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir.Mynd: Nökkvi Dan ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar
Umf.
28.12.2018
Þau Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru kosin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar árið 2018, annað árið í röð. Kjörinu var lýst á verðlaunahátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal FSu í gærkvöldi.
28.12.2018
Toyota Selfossi hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við handknattleiksdeildina, en Toyota hefur verið dyggur styrktaraðili deildarinnar á undanförnum árum.
25.12.2018
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss óskar öllum stuðningsmönnum, iðkendum, foreldrum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Knattspyrnudeildin óx á árinu og er stærsta deild innan Umf.