23.09.2018
Stelpurnar tóku á móti Basta og hans stúlkum í Stjörnunni fyrr í kvöld og endaði leikurinn með jafntefli, 34-34, eftir æsispennandi lokamínútur. Stjarnan byrjaði leikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörkin, Selfossstúlkur tóku síðan við sér og náðu þriggja marka forskoti, 10-7, um miðjan seinni hálfleik.
21.09.2018
Handboltaæfingar yngri flokka eru komnar á fullt. Allar æfingar eru nú í Hleðsluhöllinni, íþróttahúsi FSu. Enn eitt árið eru það mikið til sömu þjálfararnir sem sinna þjálfun krakkann og er það hornsteinn af öflugu starfi handboltans á Selfossi en yngriflokkastarfið hefur verið í fremstu röð á landsvísu undanfarin ár.Nýir iðkendur eru sérstaklega velkomnir og öllum velkomið að koma að prófa án endurgjalds.
20.09.2018
Nú er Olísdeildin farin á fullt, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik gegn Fram þriðjudaginn s.l.
19.09.2018
Markvörðurinn Caitlyn Clem skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Clem gekk til liðs við Selfoss í vor og hefur staðið sig vel á milli stanganna og átt stóran þátt í því að Selfoss hélt sæti sínu í Pepsideildinni.Clem hefur verið einn öflugasti markvörður Pepsideildarinnar í sumar.
18.09.2018
Selfoss tapaði með sex mörkum, 24-30, gegn ríkjandi Íslandsmeisturum í Fram í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í Hleðsluhöllinni.Fram náði fljótt forskoti í leiknum og hélt því allan leikinn.
17.09.2018
Selfoss vann sex marka sigur á Akureyri fyrir norðan í annarri umferð Olísdeildarinnar sem fram fór í kvöld. Selfoss hafði undirtökin allan tímann og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 14-18.
17.09.2018
Nú á laugardaginn hélt knattspyrnudeildin árlegt slútt hjá yngriflokkum.
Frábær mæting var á JÁVERK-völlinn í ágætis veðri. Leikmenn meistaraflokka mættu á svæðið og aðstoðuðu við verðlaunaafhendingar sem Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar stjórnaði að mikilli list.Yngsta iðkendur deildarinnar fengu þátttökuverðlaun fyrir frábært ár, en þar á eftir voru veitt einstaka verðlaun frá 6.
16.09.2018
Nú líður að fyrsta heimaleik í deildinni og um að gera að næla sér í árskort fyrir komandi tímabil sem fyrst. Hægt er að velja um þrjú mismunandi árskort.Platínumkort (35.000 kr) - Gildir fyrir einn á alla deildarleiki og leiki í úrslitakeppni hjá meistaraflokkum Selfoss á heimavelli.
14.09.2018
Aron Darri Auðunsson leikmaður Selfoss hefur dvalið í Svíðþjóð síðustu daga þar sem hann hefur æft með U17 og U19 ára liði Norkjöping, en með því liði spilar einmitt okkar maður Guðmundur Þórarinsson.
Aron Darri er partur af öflugum 3.