30.07.2018
Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss hefur verið valinn í U15 ára lið Íslands sem spilar tvo æfingarleiki við Hong Kong og úrvalslið Pekingborgar þann 11.
29.07.2018
HSK lið fullorðinna varð í fjórða sæti í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) sem fór fram í Borgarnesi 28. júlí sl.
27.07.2018
Gunnar Borgþórsson, þjálfari meistaraflokks karla, hefur óskað eftir því við stjórn knattspyrnudeildar að hann stígi til hliðar sem aðalþjálfari liðsins.Gunnar tók þessa ákvörðun af yfirvegun með hagsmuni klúbbsins að leiðarljósi.Þegar er hafin leit að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þakkar Gunnari fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
24.07.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við enska miðjumanninn Grace Rapp um að spila með liði félagsins í Pepsi-deild kvenna út þessa leiktíð.Rapp, sem er 23 ára gömul, kemur til félagsins frá FC Surge á Flórída en áður lék hún við góðan orðstír með Miami Hurricanes sem er skólalið Miami háskólans.
24.07.2018
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Þorstein Rúnar Ásgeirsson sem framkvæmdastjóra félagsins.Þorsteinn er góðu kunnur í félaginu en hann hefur verið viðloðandi starf handknattleiksdeildarinnar allt frá árinu 2012 þegar hann kom inn í stjórn deildarinnar og hefur setið þar síðan, þar hefur hann sinnt bæði starfi formanns og gjaldkera.
23.07.2018
Dagana 14.-20. júlí dvöldu 24 fimleikastelpur úr fimleikadeild Selfoss ásamt þjálfurum og fararstjórum í Liége í Belgíu þar sem þau tóku þátt í EuroGym fimleikahátiðinni, en um 4.000 börn og ungmenni víðsvegar úr Evrópu voru á hátíðinni í ár.Á hátíðinni tóku stelpurnar þátt í vinnubúðum og götusýningum, fengu tækifæri til að sýna sig og sjá aðra.
18.07.2018
Helgina 14.-15. julí síðastliðinn fengum við unglingalandslið Íslands í hópfimleikum í æfingabúðir í Baulu. Þau eru á fullu að æfa fyrir Evrópumótið sem fer fram í Portúgal í október næstkomandi.
18.07.2018
Nú er það komið í ljós að Selfoss mun mæta litháenska liðinu Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð Evrópukeppninnar (EHF cup), en dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í gær í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.
18.07.2018
Chanté Sandiford leikmaður Avaldsnes, fyrverandi markvörður Selfyssinga og HM hetjan okkar Jón Daði Böðvarsson leikmaður Reading kíktu í heimsókn á gamla liðsfélaga á dögunum. Norska deildin er í fríi þessa dagana og nýtti Chanté tíman til að kíkja á Ísland og heilsa upp á fyrverandi liðsfélaga og vini.
Jón Daði tók æfingu með meistaraflokki karla en hann er að klára síðustu dagana sína í fríi eftir að hafa komið heim frá Rússlandi.