Tvö HSK met á Vormóti ÍR

Tvö HSK met voru sett á Vormóti ÍR, sem haldið var í Reykjavík 13. júní sl.Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra varð í þriðja sæti í kvennaflokki og bætti ársgamalt HSK met sitt hjá fötluðum í flokki F20.

5. flokkur á Garpamóti Gerplu

Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með 2 sameinuð 5. flokks lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra.Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og svala.Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd.

Set mótið fór fram í fjórða skipti

Helgina 9.-10. júní fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn.Metþátttaka var í ár, en keppendur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dögum.Keppendur létu rigningarveður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi.Í lok móts var verðlaunaafhending eins og vera ber.

Fréttabréf UMFÍ

Héraðsmót HSK | Þrjú félög tóku þátt

Þrjú félög sendu keppendur til leiks á héraðsmót HSK í sundi sem haldið var haldið í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði 5.

13 met á Grunnskólamóti Árborgar

 Það voru 173 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 20.

Janus Daði tekur við handboltaskólanum

Tilkynning frá Handboltaskóla Selfoss sem fyrirhugaður er 25.-29. júní og 2.-6. júlí.Vegna óviðráðanlegra aðstæðna geta þau Örn Þrastarson og Perla Ruth ekki séð um handboltaskólann í sumar eins og fyrirhugað var.

Frábæru Lindexmóti lokið

Lindex mótið 2018, knattspyrnumót fyrir 6. flokk kvenna fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi fimmtudaginn 7. júníUm 350 stelpur í yfir 50 liðum frá 12 félögum tóku þátt þetta árið og tókst vel til.Leikið var í 8 deildum og verðlaunað var fyrir 1.

Handboltaskóli HSÍ og Arion bakna

Um helgina fór fram Handboltaskóli HSÍ og Arionbanka fyrir stúlkur og drengi fædd 2005 (yngra ár í 5.flokki). Sjö Selfyssingar tóku þátt í handboltaskólanum og voru það þau Embla María Böðvarsdóttir, Hulda Friðfinnsdóttir, Ragnheiður Grímsdótir, Aron Leví Hjartarson, Guðmundur Steindórsson, Arnór Elí Kjartansson og Jason Dagur Þórisson.Mynd: Þeir Arnór Elí, Jason Dagur, Aron Leví og Guðmundur.

Selfoss riftir samningi við Espinosa

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.Espinosa sýndi af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi okkar Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag.Virðingarfyllst, stjórn knattspyrnudeildar Selfoss