Perla og Hanna með landsliðinu

Á dögunum valdi Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, 21 manna hóp sem kemur til æfinga 24.maí. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru fulltrúar Selfoss í hópnum.Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM núna um mánaðarmótin.

Elvar Örn bestur og Haukur efnilegastur í Olísdeildinni

Lokahóf HSÍ var haldið um helgina þar sem þeir leikmenn og þjálfarar sem þóttu skara fram úr á nýafstöðnu tímabili voru verðlaunaðir.

Jón Daði verður í Nettó á Selfossi

Jón Daði Böðvarsson mun taka á móti aðdáendum sínum í verslun Nettó við Austurveg 42 á Selfossi á  laugardaginn, frá klukkan 17:00.Þar ætlar hann að koma sér vel fyrir og gefa aðdáendum eiginhandaráritanir.Fyrir þá fyrstu þrjátíu sem mæta og heilsa upp á Jón Daða, verða sjaldgæfar gullmyndir af kappanum í boði.

Stelpurnar með sinn fyrsta sigur í Pepsi2018

Stelpurnar unnu sinn fyrsta sig­ur í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu í kvöld þegar liðið tók á móti FH á Sel­fossi. Loka­töl­ur urðu 4:1 en Sel­fyss­ing­ar höfðu góð tök á leikn­um og sig­ur­inn var verðskuldaður.Sel­fossliðið leit mjög vel út í fyrri hálfleik þar sem þær unnu flest ná­vígi og sköpuðu sér betri færi.

Fyrsti vinningur vorhappdrættis genginn út

Fyrsti vinningur vorhappdrættis handknattleiksdeildar Selfoss gekk út á dögunum en hjónin Ragnheiður Högnadóttir og Hjalti Sigurðsson höfðu heppnina með sér og unnu hundrað þúsund króna úttekt í verslun Vogue fyrir heimilið.Enn er nokkur fjöldi vinninga ósóttur en hægt er að vitja vinninga á skrifstofutíma í Tíbrá, félagsheimili Umf.

Dominos og knattspyrnudeild áfram í samstarfi

Í dag var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Dominos á Íslandi og knattspyrnudeildar Selfoss sem gildir næstu tvö árin.Mikil ánægja er meðal beggja aðila með áframhaldandi samstarf. Dominos opnaði nýlega glænýtt og endurhannað útibú á Selfossi sem er eitt af vinsælustu matsölustöðum bæjarins.Knattspyrnudeildin heldur 4 stór barnamót á komandi sumri og munu Dominos pizzur meðal annars vera í boði fyrir svanga gesti á vallarsvæðinu.    

Richard Sæþór framlengir við Selfoss

Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Richard er rétthentur hornamaður og uppalinn Selfyssingur.

Kristrún komin heim

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Kristrúnu Rut Antonsdóttur um að spila með félaginu í sumar. Kristrún, sem var valin leikmaður ársins á Selfossi á síðasta keppnistímabili, hélt utan til Ítalíu síðasta haust og samdi við Chieti sem leikur í Serie-B.

Lokahóf akademíunnar fór fram um helgina

Á föstudaginn s.l. fór fram sameiginlegt lokahóf hjá handknattleiksakademíu FSu, 3.flokki karla og kvenna. Lokahófið var haldið í Tíbrá og var það á sumarlegum nótum, þar sem grillað var ofan í mannskapinn lambakjöt.Níu einstaklingar útskrifuðust úr handknattleiksakademíunni en það voru þau: Anna Kristín Ægisdóttir, Dagbjört Rut Kjaran Friðfinssdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Grímur Bjarndal Einarsson, Gunnar Birgir Guðmundsson, Hannes Höskuldsson, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Trausti Elvar Magnússon og Páll Dagur Bergsson.  Verðlaunaafhendingar fór fram fyrir hvorn flokk fyrir sig.

Frábæru tímabili fagnað á lokahófi handknattleiksdeildar

Það var margt um dýrðir á vel heppnuðu lokahófi handknattleiksdeildar Selfoss í gær, sem haldið var á Hótel Selfoss, þar sem frábæru tímabili var fagnað.