18.07.2018
4.flokkur karla tók þátt á Partille Cup í Svíþjóð í lok júní þar sem þrjú lið frá Selfossi kepptu. Mikið fjör var á mótinu og stóðu strákarnir sig gríðarlega vel þar sem eldra og liðið féll út leik á móti sterku liði í A-úrslitum, yngri 1 duttu einnig út í A-úrslitum og yngri 2 voru aðeins einu marki frá því að komast í A-úrslit.
17.07.2018
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss um að leika með liði félagsins í Pepsi-deildinni út þessa leiktíð.Undirskriftin fór fram í sólinni á Selfossi í dag á veitingastaðnum Kaffi Krús.Dagný kemur til félagsins frá Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni en hún lék síðast knattspyrnu í október síðastliðnum, með íslenska landsliðinu, áður en hún tók sér hlé þar sem hún var barnshafandi. Henni og Ómari Páli Sigurbjartssyni fæddist svo sonur í júní síðastliðnum.Dagný er öllum hnútum kunnug hjá Selfossliðinu en hún lék 35 leiki með félaginu í deild og bikar árin 2013 til 2014 og skoraði í þeim 21 mark.
17.07.2018
Thelma Björk Einarsdóttir,Umf. Selfossi, hefur gert það gott á frjálsíþróttavellinum í sumar. Þann 6.júlí keppti hún á Bætingamóti ÍR í kúluvarpi.
16.07.2018
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið á Sauðárkróki 14.-15.júlí sl. HSK/Selfoss sendi sautján keppendur til leiks sem stóðu sig allir með miklum sóma.Kristinn Þór Kristinsson stóð sig mjög vel að vanda og varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi á tímanum 1:52,50 mín og krækti sér einnig í silfur í 1.500 m hlaupi eftir æsispennandi hlaup þar sem mjög mjótt var á fyrsta og öðru sæti, Kristinn hljóp á tímanum 4:05,65 mín.Fjóla Signý Hannesdóttir mætti á brautina og sýndi og sannaði að hún er komin til baka eftir barnsburð.
12.07.2018
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Selfoss og U16 ára liðs Íslands stóð í ströngu með liðinu á Opna Norðurlandamótinu í Noregi.
12.07.2018
Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Lettlandi í vináttulandsleikjum 19.
10.07.2018
Í dag gaf EHF út hvaða lið munu berjast um EHF bikarinn. Þar með er það formlega staðfest að Selfoss mun taka þátt í Evrópukeppni í vetur.Dregið verður í fyrstu tvær umferðirnar á skrifstofu EHF í Vínarborg í hádeginu þriðjudaginn 17.
08.07.2018
Drengirnir í þriðja flokki karla tóku þátt í Granollers Cup sem fram fór í Granolla, lítilli borg í næsta nágrenni Barcelona á Spáni í síðustu viku.
08.07.2018
Héraðsmót HSK í frjálsíþróttum var haldið á Selfossi á tveimur kvöldum á dögunum. Keppendur frá átta aðildarfélögum HSK tóku þátt og þá voru nokkrir gestaþátttakendur frá Kötlu, ÍR og Fjölni.Selfyssingar unnu stigakeppni félaga með 255 stig og hlutu bikar að launum, Þjótandi varð í öðru með 61 stig og Þór í því þriðja með 45 stig.Veitt voru verðlaun fyrir stigahæsta karl og konu á mótinu.
05.07.2018
Dagur Fannar Einarsson keppandi fyrir Umf. Selfss var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem haldið var í Reykjavík dagana 23.