Fullorðinsfimleikar

Fullorðinsfimleikar á vegum fimleikadeildar Ungmennafélags Selfoss byrja í kvöld, fimmtudaginn 12. janúar kl. 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Tíu skipta námskeið hjá reyndum þjálfara.Skráning í gegnum Nóra á slóðinni .Mjög góð og skemmtileg hreyfing fyrir alla og engar kröfur um kunnáttu í fimleikum.

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM

Síðasta fimmtudag fór fram uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands og TM. Hátíðin var öll hin glæsilegasta, hún fór fram í salnum Flóa í Hörpu.Góð mæting var á hátíðina og var gleðin allsráðandi.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 12. janúar

Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 12. janúar og föstudaginn 13. janúar.Eftirfarandi hópar eru í boði: - Ungbarnasund fyrir 0-2 ára - Barnasund fyrir 2-4 ára - Sundnámskeið fyrir 4-6 ára - Sundskóli fyrir börn fædd 2011 og eldriSkráning og upplýsingar á og í síma 848-1626Guðbjörg H.

Selfyssingar á HM með U-21

Selfyssingar voru í aðalhlutverkum með  sem tryggði sér um helgina þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Alsír í sumar.

Flöskusöfnun sunddeildar

Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 14. janúar 2017.

Stofnfundur lyftingadeildar Umf. Selfoss

Ungmennafélag Selfoss stendur fyrir stofnfundi lyftingadeildar félagsins þriðjudaginn 24. janúar næstkomandi. Fundurinn verður kl. 20:00 í félagsheimilinu Tíbrá að Engjavegi 50 á Selfossi.Dagskrá fundarins: Stofnun lyftingadeildar Umf.

Haukur dró sig úr U17 ára liðinu

Undir 17 ára landslið Íslands í handbolta karla er á leið til Frakklands 15-22.janúar. Þeim var boðið að taka þátt í æfingamóti sem verður haldið í tengslum við HM karla í handbolta.

Karlalið Selfoss Íslandsmeistari í Futsal | Stelpurnar tóku silfur

Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í Futsal í karlaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll.Ólsarar hafa undanfarin ár verið langbesta lið landsins í innanhússboltanum og vann þennan titil þrisvar á fjórum árum.Ólsarar voru 2-1 yfir í leiknum í dag en Selfyssingar áttu frábæra endurkomu og tryggðu sér nauman sigur.Gylfi Dagur Leifsson og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu sitt markið hvor fyrir Selfoss en sigurmark leiksins var sjálfsmark Emir Dokara.

Magdalena, Anna María og Erna framlengja samninga sína

Knattspyrnukonurnar Magdalena Anna Reimus, Anna María Friðgeirsdóttir og Erna Guðjónsdóttir framlengdu fyrir áramót samninga sína við Selfoss og munu leika með félaginu í 1.

Knattspyrnudómaranámskeið

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar klukkan 18:00.Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.