24.10.2016
Selfoss tók á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Olís-deildarinnar á laugardag.Stjarnan byrjaði leikinn betur en Selfoss minnkaði muninn hægt og bítandi er leið á fyrri hálfleik og jafnaði í 10-10 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.
21.10.2016
Héraðssambandið Skarphéðinn hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands 2016 á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór að Laugum í Sælingsdal á laugardag.Verðlaunin eru veitt fyrir öflugt og metnaðarfullt frjálsíþróttastarf á vegum frjálsíþróttaráðs HSK, en ráðið er vettvangur 14 aðildarfélaga HSK um sameiginlegt frjálsíþróttastarf.Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, tóku við verðlaunum fyrir hönd HSK.Frjálsíþróttafólk frá HSK hefur átt góðu gengi að fagna á mótum í gegnum tíðina.
21.10.2016
Það fór vart fram hjá neinum sem fylgdist með Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í sjónvarpinu að Sunnlendingar fjölmenntu á pallana til að styðja sitt fólk.
21.10.2016
Haustmót Júdósambands Íslands fer fram í Iðu laugardaginn 22. október og hefst kl. 11:00.Flestir af sterkustu keppendum landsins taka þátt og má þar nefna Selfyssingana Þór Davíðsson, Grím Ívarsson, Halldór Hrafnsson, Hrafn Arnarson og Birgi Júlíus Sigursteinsson.Þess má geta að Egill Blöndal er fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur í æfingabúðum í Japan.
21.10.2016
Selfyssingar unnu nauman en sanngjarnan sigur á Gróttu 28-29 í fjörugum leik í Olís-deildinni í gær.Selfyssingar með frumkvæðið í upphafi en staðan jöfn 7-7 um miðjan hálfleikinn.
20.10.2016
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór með íslenska landsliðinu í handbolta í æfinga-og keppnisferð til Póllands í seinustu viku. Hópurinn æfði stíft undir leiðsögn nýrra landsliðsþjálfara, þeirra Axels Stefánssonar og Jónatans Magnússonar áður en það lék tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð og Slóveníu.Fyrri leiknum, sem var gegn sterku liði Svía, lauk með og skoraði Hanna eitt mark í leiknum.
19.10.2016
Selfoss átti átta fulltrúa í landsliðum Íslands sem kepptu á Evrópmótinu í hópfimleikum sem fram fór í Slóveníu um síðustu helgi.Þær Aníta Sól Tyrfingsdóttir og Júlíana Hjaltadóttir urðu Evrópumeistarar með stúlknaliðinu sem átti frábæran dag en þær fengu hæstu einkunn bæði í dansi og á trampólíni.Eva Grímsdóttir var fulltrúi Selfoss í kvennaliðinu sem eftir harða baráttu endaði í öðru sæti tæplega 0,3 frá gullinu.Hekla Björt Birkisdóttir keppti með blönduðu liði unglinga sem stóð sig frábærlega og enduðu í þriðja sæti á eftir sterkum liðum Danmerkur og Noregs.Í blönduðu liði fullorðinna átti Selfoss fjóra fulltrúa þau Margréti Lúðvígsdóttur, Eystein Mána Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson og Rikharð Atla Oddsson þau áttu frábæran dag og hækkuðu sig um tvö sæti frá því úr undanúrslitunum og nældu sér í bronsverðlaun.Þetta öfluga íþróttafólk hefur æft fimleika frá barnsaldri og lagt mjög hart að sér við æfingar. Undirbúningur landsliða undir Evrópumótið hefur staðið í tíu mánuði og hafa þau æft mjög stíft með landsliðunum síðustu sex mánuði í allt að 20 tíma á viku.Einnig er fjallað um árangur landsliðsfólksins okkar og móttökuna á vef .Það er mjög ánægjulegt að sjá að þrotlausar æfingar hafa skilað þessum frábæra árangri og ekki á hverjum degi sem Umf.
18.10.2016
Nú er handboltavertíðin hjá yngri flokkum komin á fullt og allir flokkar hafa leikið sína fyrstu leiki á Íslandsmótinu. Það er óhætt að segja að starfið farið vel af stað og allir flokkar búnir að standa sig vel það sem af er.Sérstaka athygli vekur árangur strákaliða Selfoss í árgöngum 2001, 2003 og 2006 þar sem þeir eru efstir á Íslandsmótinu í dag.
18.10.2016
Haukur Þrastarson er í 16 manna hópi í handbolta sem Heimir Ríkarðasson hefur valið til æfinga fyrir mót í Amiens í Frakklandi 3.-5.
17.10.2016
Kristrún Steinþórsdóttir (á mynd) og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiddu stelpurnar okkar til öruggs sigurs á Fylki í Olís-deildinni 30-24 á laugardag.