28.10.2016
Selfoss og ÍBV mættust í Vallaskóla í annað skiptið á fimm dögum í 9. umferð Olís-deildarinnar í gær en aðeins munaði einu stigi á milli liðanna fyrir leikinn.Eyjamenn leiddu fyrstu mínútur leiksins með einum til tveim mörkum en í stöðunni 7-9 tóku heimamenn við sér og leiddu þeir í hálfleik 20-15.Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að bæta í og leiddu á tímabili með níu mörkum, 29-20.
26.10.2016
Gestur okkar á „Matnum hennar Möggu" föstudaginn 28. október kl. 12:00 verður félagi okkar Magnús Tryggvason, sem ætlar að segja okkur frá ævintýrum sínum á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem hann fylgdi íslenska sundfólkinu eins og skugginn meðan á leikunum stóð.Magnús hefur frá mörgu merkilegu að segja af þjálfaraferli þínum bæði hjá Selfoss og landsliðinu en á morgun fjallar hann sérstaklega um Ólympíuleikana í sumar og möguleika þessa framúrskarandi sundfólks sem við eigum nú.Tekið er við skráningum í matinn hennar Möggu á netfangið og síma 894-5070 til miðnættis í kvöld, fimmtudaginn 27.
25.10.2016
Þrír leikmenn kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu skrifuðu í dag undir samning við félagið. Allar sömdu þær til tveggja ára.
Þetta eru þær Bergrós Ásgeirsdóttir, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og Dagný Rún Gísladóttir sem allar eru 19 ára gamlar.
Bergrós spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2015 en hún stimplaði sig inn sem lykilmaður í liði Selfoss í Pepsi-deildinni í sumar og spilaði 18 leiki í deild og bikar.
25.10.2016
Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Selfyssinga, er einn þriggja nýliða í sem Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM í handbolta 2018.Þrír aðrir Selfyssingar eru í hópnum.
24.10.2016
Selfyssingar slógu ÍBV út úr Coca Cola bikarnum eftir framlengdan leik í gær, lokatölur urðu 33-32.Leikurinn hófst af miklum krafti og leiddu heimamenn með einu til tveimur mörkum fyrri hluta fyrri hálfleiks.
24.10.2016
Selfoss tók á móti Stjörnunni í sjöttu umferð Olís-deildarinnar á laugardag.Stjarnan byrjaði leikinn betur en Selfoss minnkaði muninn hægt og bítandi er leið á fyrri hálfleik og jafnaði í 10-10 þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.
21.10.2016
Héraðssambandið Skarphéðinn hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands 2016 á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór að Laugum í Sælingsdal á laugardag.Verðlaunin eru veitt fyrir öflugt og metnaðarfullt frjálsíþróttastarf á vegum frjálsíþróttaráðs HSK, en ráðið er vettvangur 14 aðildarfélaga HSK um sameiginlegt frjálsíþróttastarf.Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, tóku við verðlaunum fyrir hönd HSK.Frjálsíþróttafólk frá HSK hefur átt góðu gengi að fagna á mótum í gegnum tíðina.
21.10.2016
Það fór vart fram hjá neinum sem fylgdist með Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í sjónvarpinu að Sunnlendingar fjölmenntu á pallana til að styðja sitt fólk.
21.10.2016
Haustmót Júdósambands Íslands fer fram í Iðu laugardaginn 22. október og hefst kl. 11:00.Flestir af sterkustu keppendum landsins taka þátt og má þar nefna Selfyssingana Þór Davíðsson, Grím Ívarsson, Halldór Hrafnsson, Hrafn Arnarson og Birgi Júlíus Sigursteinsson.Þess má geta að Egill Blöndal er fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur í æfingabúðum í Japan.