04.10.2016
Fimm ungir lykilmenn hjá karlaliði Selfoss í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína við félagið um þrjú ár.Þetta eru þeir Svavar Berg Jóhannsson, Haukur Ingi Gunnarsson, Sindri Pálmason, Arnar Logi Sveinsson og Richard Sæþór Sigurðsson.Strákarnir eru allir í kringum tvítugt; Svavar Berg, Haukur Ingi, Arnar Logi og Sindri eru miðvallarleikmenn en Richard Sæþór sóknarmaður.
03.10.2016
Stelpurnar okkar í Olís-deildinni urðu að játa sig sigraðar eftir hörkuleik sem fram fór í Eyjum á laugardag. Lokatölur 32-29 fyrir heimakonur í ÍBV.Selfyssingar virtust vel gíraðar fyrir leikinn og komust í 1-5 í upphafi leiks en þá tóku heimastelpur við sér og jafnaði 5-5.
03.10.2016
Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss fór fram í Hvítahúsinu sl. laugardag þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir góða framistöðu leikmanna í sumar.
03.10.2016
Átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss keppa með landsliðum Íslands á sem haldið verður í Maribor í Slóveníu í næstu viku.Þetta er gríðarlega góður árangur fyrir fimleikadeild Umf Selfoss og sýnir hversu öflug deildin er.Úrtökuæfingar fyrir landsliðin byrjuðu í febrúar en frá því í vor hafa ungmennin lagt nótt við dag og æft 5-6 sinnum í viku eða um 20 tíma á viku til að vera sem best undirbúin fyrir mótið.Ungmennin standa sjálf straum af miklum kostnaði vegna verkefnisins eða um 400 þúsund krónur á hvert þeirra.
03.10.2016
Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli á útivelli við Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á föstudag. Liðin voru í sætunum fyrir ofan fallsæti fyrir leikinn, en Selfoss var með jafn mörg stig og KR sem var í fallsæti og Fylkir hafði einu stigi meira en Selfoss og KR.Selfyssingar stjórnuðu leiknum framan af og fimm sinnum small knötturinn í tréverkinu á marki Fylkiskvenna.
03.10.2016
Selfyssingar tóku á móti Akureyringum í Olís-deild karla í Vallaskóla á föstudag.Fyrri hálfleikur einkenndist af öflugum varnarleik liðanna en staðan eftir kortersleik var jöfn 5-5 og í hálfleik var staðan 13-15. Seinni hálfleikur bauð upp á meira fjör fyrir áhorfendur og þá sérstaklega stuðningsmenn gestanna sem náðu fjögurra marka forskoti er seinni hálfleikur var hálfnaður, 19-23.
29.09.2016
Taekwondodeild Selfoss verður með stórar æfingabúðir í Iðu um helgina þar sem taekwondofólk í heimsklassa verður meðal þátttakenda.
29.09.2016
Nú styttist í Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer í Maribor í Slóveníu 12.-15. október. Á sunnudaginn var haldið keyrslumót fyrir landsliðin okkar þar sem áhorfendum gafst kostur á að sjá þau keyra sínar æfingar á lokametrum undirbúnings.Ísland sendir að þessu sinni fjögur lið til keppni: kvennalandslið, blandað lið, stúlknalandslið og blandað lið unglinga.
28.09.2016
Sunddeild Umf. Selfoss býður fólki að setja tómar flöskur og dósir í poka og leggja út fyrir dyrnar laugardagsmorguninn 1. október 2016.