Óskað eftir nýju dansgólfi

Fimleikadeild Umf. Selfoss hefur sent bæjarráði Árborgar bréf þar sem deildin óskar eftir fjárveitingu til að kaupa nýtt dansgólfi fyrir deildina.

Flugbeittur leikur í Hafnarfirði

Selfyssingar mættu kröftugir í Kaplakrikann í gær. Fyrir leikinn voru þeir einu stigi á eftir FH um miðja deild. Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik en sú varð ekki raunin.FH skoraði fyrsta mark leiksins en Selfyssingar voru ekki lengi að jafna og taka forystuna sem þeir héldu til leiksloka.

Alfreð Elías tekur við kvennaliði Selfoss

Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu og verður Jóhann Ólafur Sigurðsson honum til aðstoðar.Alfreð Elías tekur við starfinu af Guðjóni Bjarna Hálfdánarsyni sem stýrði liði Selfoss í síðustu umferðum Pepsi-deildarinnar en sem kunnugt er féllu Selfyssingar niður í 1.

Myndasýning í tilefni af Guggusundi í 25 ár

Í október eru liðin 25 ár frá því að Guggusund hóf göngu sína. Af því tilefni er stefnt að því að setja upp myndasýningu í Sundhöll Selfoss af þeim börnum sem hafa verið í Guggusundi síðustu 25 ár.Við biðjum fólk sem verið hefur á námskeiðum hjá Guggu um myndir teknar af börnunum í Guggusundi og það væri gaman að fá líka myndir af börnunum þegar þau eru orðin eldri og þá sérstaklega af þeim sem hafa haldið áfram í íþróttum.

Samið við fimm unga og efnilega leikmenn

Fimm ungir lykilmenn hjá karlaliði Selfoss í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína við félagið um þrjú ár.Þetta eru þeir Svavar Berg Jóhannsson, Haukur Ingi Gunnarsson, Sindri Pálmason, Arnar Logi Sveinsson og Richard Sæþór Sigurðsson.Strákarnir eru allir í kringum tvítugt; Svavar Berg, Haukur Ingi, Arnar Logi og Sindri eru miðvallarleikmenn en Richard Sæþór sóknarmaður.

Enn einn hörkuleikur Selfyssinga

Stelpurnar okkar í Olís-deildinni urðu að játa sig sigraðar eftir hörkuleik sem fram fór í Eyjum á laugardag. Lokatölur 32-29 fyrir heimakonur í ÍBV.Selfyssingar virtust vel gíraðar fyrir leikinn og komust í 1-5 í upphafi leiks en þá tóku heimastelpur við sér og jafnaði 5-5.

Kristrún Rut og Andy bestu leikmenn Selfoss

Glæsilegt lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss fór fram í Hvítahúsinu sl. laugardag þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir góða framistöðu leikmanna í sumar.

Fimleikafólk á leið á EM

Átta ungmenni frá fimleikadeild Selfoss keppa með landsliðum Íslands á sem haldið verður í Maribor í Slóveníu í næstu viku.Þetta er gríðarlega góður árangur fyrir fimleikadeild Umf Selfoss og sýnir hversu öflug deildin er.Úrtökuæfingar fyrir landsliðin byrjuðu í febrúar en frá því í vor hafa ungmennin lagt nótt við dag og æft 5-6 sinnum í viku eða um 20 tíma á viku til að vera sem best undirbúin fyrir mótið.Ungmennin standa sjálf straum af miklum kostnaði vegna verkefnisins eða um 400 þúsund krónur á hvert þeirra.

Selfyssingar féllu úr Pepsi-deildinni

Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli á útivelli við Fylki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna sem fram fór á föstudag. Liðin voru í sætunum fyrir ofan fallsæti fyrir leikinn, en Selfoss var með jafn mörg stig og KR sem var í fallsæti og Fylkir hafði einu stigi meira en Selfoss og KR.Selfyssingar stjórnuðu leiknum framan af og fimm sinnum small knötturinn í tréverkinu á marki Fylkiskvenna.

Skin og skúrir hjá strákunum

Selfyssingar tóku á móti Akureyringum í Olís-deild karla í Vallaskóla á föstudag.Fyrri hálfleikur einkenndist af öflugum varnarleik liðanna en staðan eftir kortersleik var jöfn 5-5 og í hálfleik var staðan 13-15. Seinni hálfleikur bauð upp á meira fjör fyrir áhorfendur og þá sérstaklega stuðningsmenn gestanna sem náðu fjögurra marka forskoti er seinni hálfleikur var hálfnaður, 19-23.