29.01.2014
Selfoss átti keppendur í báðum þrautarbrautarflokkum á Stórmóti ÍR um helgina. Þrír keppendur kepptu í yngsta flokknum, 8 ára og yngri á laugardaginn og sjö kepptu í 9-10 ára flokknum á sunnudaginn.
29.01.2014
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hefur sókn gegn sleni með því að setja af stað nýjan hreyfingarleik í grunnskólum sem nefnist Frímínútur.
29.01.2014
Um seinustu helgi fóru fram úrtaksæfingar hjá U19 kvenna í Kórnum og Egilshöll. Selfyssingarnir Eva Lind Elíasdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir voru valdar til æfinga.Um næstu helgi tekur Svavar Berg Jóhannsson þátt í úrtaksæfingum hjá U19 karla í Kórnum og Egilshöll.
28.01.2014
Íþrótta- og afreksnefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur myndað nýjan landsliðshóp fyrir árið 2014. Hópurinn verður endurskoðaður að loknu innanhússtímabili árið 2014.
28.01.2014
Það dró strax til tíðinda í hópleik Selfoss getrauna, sem hófst sl. laugardag. Hópurinn Tígull jr. gerði sér lítið fyrir og var mað alla 13 leikina á seðlinum rétta.
28.01.2014
Selfyssingar áttu sex fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fór í Laugardalshöllinni um seinustu helgi.Þór Davíðsson krækti í silfurverðlaun í -100 kg flokki, Egill Blöndal hlaut brons í -90 kg flokki, og Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir náði í brons í +57 kg.
27.01.2014
Aldursflokka- og unglingamót HSK í frjálsum íþróttum fór fram síðasta laugardag í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Í heildina voru skráðir á mótin 144 einstaklingar frá 10 félögum sem verður að teljast mjög góð skráning.
27.01.2014
Á laugardag fóru stelpurnar okkar til Vestmannaeyja þar sem þær mættu ÍBV í Olísdeildinni. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi og leiddi Selfoss með einu marki í hálfleik 14-15.
26.01.2014
Fimleikadeild Selfoss sendi tvö lið til þátttöku á Reykjavíkurleikana í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.
26.01.2014
Strákarnir í Selfoss áttu ekki í vandræðum með slakt lið Fylkis á föstudaginn. Selfoss átti mjög góðan fyrri hálfleik og hreinlega valtaði yfir gestina sem áttu í mesta basli með að koma boltanum í netið.