Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki hefjast í dag

Í dag miðvikudaginn 3. október hefjast inniæfingar hjá 8. flokki í knattspyrnu. Æfingarnar eru á miðvikudögum kl. 17.15-18.00 í íþróttahúsinu Iðu.

Guggusund - Ný námskeið 8., 9. og 10. nóvember nk.

Ný námskeið í Guggusundi fyrir börn frá 2 mánaða til 7 ára hefjast vikuna 10-12 jan og 17-19.jan. næstkomandi.  Margir sundhópar eru í boði:  ungbarnasund fyrir 0-2 ára, barnasund fyrir 2-4 ára, sundnámskeið fyrir 4-6 ára og sundskóli fyrir börn fædd 2007 og fyrr.

Tap í hörku leik gegn Haukum

Um helgina tóku stelpurnar okkar á móti Haukum í N1 deild kvenna og varð það hörkuleikur. Selfoss byrjaði leikinn betur og komst í 4-2 en þá rönkuðu Haukastelpurnar við sér og breyttu stöðunni í 4-5.

Haustleikurinn að hefjast hjá Selfoss getraunum

Nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 6. október. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá (Engjavegi 50), þar sem við erum með opið hús frá kl.

Nýjungar í styrktarþjálfun handboltaakademíunnar

Á æfingu í dag mætti gestaþjálfari í handboltaakademíuna og stjórnaði hann æfingu með 2.-3. flokki og meistaraflokki karla saman.

Samið við þrjár heimastelpur

Í hádeginu síðastliðinn föstudag skrifuðu þrjár ungar heimastelpur undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss. Það voru þær Karen Inga Bergsdóttir, Franziska Jóney Pálsdóttir og Íris Sverrisdóttir.

Fjóla Signý og Kristinn Þór frjálsíþróttafólk HSK/Selfoss

Frjálsíþróttafólk á HSK-svæðinu hélt sitt árlega lokahóf í Tíbrá á Selfossi laugardagskvöldið 22. september sl. Þar var keppnistímabilið 2012 gert upp í máli, myndum, viðurkenningum, hlátrasköllum og hitaeiningum.

Sigur á Gróttu í fyrsta leik meistaraflokks karla

Fyrsti leikur vetrarins var gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Fyrirfram var búist við hörkuleik og svo varð raunin. Leikurinn byrjaði rólega og kom fyrsta mark leiksins ekki fyrr en á fjórðu mínútu.

Erna og Katrín skrifuðu undir samninga

Erna Guðjónsdóttir og Katrín Rúnarsdóttir, leikmenn meistaraflokks kvenna, skrifuðu í gær undir samning við Knattspyrnudeild Selfoss.

Einar Pétur í viðtali

Upphitun fyrir fyrsta leik Selfoss í 1.deildinni lýkur með viðtali við Einar Pétur Pétursson, sem kom í sumar á láni frá uppeldisfélaginu sínu Haukum.