Halldór Jóhann tekur við Barein

Halldór Jóhann mun taka tímabundið við liði Barein og stýra liðinu fram yfir HM sem fram fer í Egyptalandi nú í janúar. Þar er Barein í riðli með Ólympíu- og heimsmeisturum Dönum, Argentínu og Kongó.

Fréttabréf ÍSÍ

Nýir styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda sem flestum börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi.

Átta frá Selfossi í 35 manna landsliðshóp

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.Í hópnum eru tveir leikmenn Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.

Fréttabréf UMFÍ

Egill keppir á Evrópumótinu í Prag

Um komandi helgi fer Evrópumótið í júdó fram í Prag í Tékklandi. Ísland á tvo keppendur á mótinu. Selfyssingurinn Egill Blöndal er annar þeirra en hinn er félagi hans Sveinbjörn Iura úr júdódeild Ármanns.---Egill (blár) í snarpri glímu á HM 2019. Ljósmynd: IJF/Mayorova Marina.

Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik

Það er mikið fagnaðarefni að íþróttastarf geti hafist að nokkru leyti á miðvikudag en þá geta börn á leik- og grunnskólaaldri (fædd 2005 og síðar) hafið æfingar með og án snertingar.

Fréttabréf UMFÍ | Börnum og ungmennum heimilt að stunda íþróttir á nýjan leik

Börn og ungmenni geti stundað íþróttir við hæfi

Helgi S. Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss og varaformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), skrifar grein um áhrif COVID-19 á íþróttastarfið og íþróttahreyfinguna í nýjasta tölublað Dagskrárinnar.Á tímum sem þessum, þegar Covid-19, heldur öllu í heljargreipum, er nauðsynlegt að allir hugsi vel um sig og sína.

Fréttabréf UMFÍ | Skinfaxi