18.01.2019
Stelpurnar tóku á móti Valskonum í Hleðsluhöllinni í kvöld. Leikurinn fór 27-28 fyrir Val eftir mark á síðustu sekúndubrotum leiksins.Leikurinn var jafn fyrsta korterið en síðan setti Valur í næsta gír og fór inn í hálfleik með 5 marka forskot, 11-16.
18.01.2019
Unglingamót HSK í sundi fór fram í Sundhöll Selfoss á dögunum. Þrjú félög sendu keppendur til leiks. Óvenjugóð þátttaka var í flokkum 10 ára og yngri, en 35 krakkar tóku þátt.
17.01.2019
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hlaut hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar (ÍMÁ) fyrir afar öflugt starf á undanförnum árum.
16.01.2019
Selfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson hefur fylgt Ungmennafélagi Selfoss frá fæðingu. Fyrst sem iðkandi, þjálfari og fyrirmynd íþróttafólks en síðar sem ráðgjafi og lærifaðir þjálfara hjá félaginu.Það er ekki heiglum hent að klófesta Véstein, sem búsettur er í Svíþjóð og alltaf með mörg járn í eldinum.
15.01.2019
Sigurliðið sigraði Softballmót Selfoss sem haldið var laugardaginn s.l. Þetta var annað árið sem mótið var haldið og heppnaðist það mjög vel.
14.01.2019
Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands útnefndi Gyðu Dögg Heiðarsdóttur mótorhjóla- og snjósleðakonu ársins 2018.
Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf.
11.01.2019
Þann 8. desember sl. var HSK-mót fyrir 11 ára og yngri í júdó haldið í Sandvíkursalnum. Keppt var í aldursflokkum og var keppendum einnig skipt í þyngdarflokka.
11.01.2019
HSK-mótið í taekwondo var haldið í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla 9. desember sl. Keppt var í þremur greinum á mótinu, í formi, bardaga og þrautabraut.Mótið fór mjög vel fram og kepptu keppendur frá fjórum aðildarfélögum HSK á mótinu.
10.01.2019
Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.