20.06.2017
Aldursflokkamót 11-14 ára og héraðsleikar HSK 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum fóru fram samhliða sunnudaginn 11. júní í Þorlákshöfn.
19.06.2017
Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum sem keppir í Evrópukeppni landsliða í Tel Aviv í Ísrael 24.-25.
19.06.2017
Selfoss vann afar mikilvægan sigur í Inkasso-deildinni þegar Leikni frá Fáskrúðsfirði kom í heimsókn í gær. Það bar til tíðinda að þjálfarar Selfyssinga gerðu sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í seinustu umferð.Að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn í þeim síðar.
19.06.2017
Fjórir efnilegir handboltamenn frá Selfossi vörðu seinustu viku með U-15 ára landsliði Íslands við. Þeir spiluðu m.a. æfingaleik í risahöllinni Gigantium en það er einnig heimavöllur Selfyssingsins Janusar Daða Smárasonar.Strákarnir sem heita Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Vilhelm Freyr Steindórsson stóðu sig gríðarlega vel og voru félagi sínu og þjóð til mikils sóma.Fimmti Selfyssingurinn, Örn Þrastarson, var í þjálfarateymi liðsins.öþ/gj---Strákarnir f.v.
16.06.2017
Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða tvær vikur í boði í ár það eru vikurnar 19.-23.
16.06.2017
Selfoss vann stórsigur á ÍA í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur 1-5 í frábærum leik stelpnanna okkar.Selfoss byrjaði með ótrúlegum látum upp á Skaga og var staðan orðin 4-0 eftir 21 mínútu.
15.06.2017
Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson voru á dögunum valdir í verkefni á vegum .Guðjón Baldur var valinn ì liðið sem keppir á Opna Evrópumótinu í Sviþjóð í byrjun júlí og Haukur var valinn í liðið sem keppir á Ólympíumóti æskunnar í Ungverjalandi í lok júlí.Sitt hvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.
12.06.2017
Héraðssambandið Skarphéðinn sendi á dögunum inn umsókn um að halda 23. Unglingalandsmót UMFÍ árið 2020 á Selfossi. Þetta mun vera fjórða árið í röð sem HSK sækir um að halda Unglingalandsmót á Selfossi, í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Bæjarráð Árborgar samþykkti fyrir nokkru að óska eftir viðræðum við HSK um að sótt verði um að halda Unglingalandsmót á Selfossi árið 2020.
12.06.2017
Selfoss tapaði dýrmætum stigum í 1. deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍR á heimavelli á föstudag.Fyrri hálfleikur var markalaus en Selfyssingar voru sterkari aðilinn.