Tanja yfirþjálfari og systurnar Gerður og Rakel sjá um dansinn

Tanja Birgisdóttir hefur verið ráðin yfirþjálfari elsta stigs hjá Fimleikadeild Selfoss. Hún tekur við starfinu 1. ágúst næstkomandi af Olgu Bjarnadóttur sem gegnt hefur starfi yfirþjálfara frá 1997.Tanja er okkur góðkunn og hefur starfað hjá deildinni og sýnt frábæran árangur sem þjálfari frá árinu 2004 með stuttum hléum en hún æfði fimleika með Selfoss frá unga aldri áður en hún hóf þjálfaraferilinn.

Ný námskeið hefjast á mánudag

Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2005-2010) hefst á mánudag og verður staðsett í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 868-3474.

Strákarnir á Partille

Strákarnir í 4. flokki Selfoss í handbolta taka nú þátt í Partille Cup í Svíþjóð sem er stærsta keppni sinnar tegundar fyrir yngri flokka í handbolta í heiminum með yfir 20 þúsund þáttakendum frá yfir 50 löndum.Strákarnir vilja koma á framfæri þakklæti til eftirtaldra aðila fyrir veittan stuðning: Bónus, Guðnabakarí, Krás, Góa, Vífilfell, Kjarnabókhald, HS-Orka, Flügger, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar, Súperlagnir, Magnús Maintenance Roof Plumbing, Hótel Katla, Set, Myguesthouse.is, Skalli, Halldórskaffi Vík, Eðalmálun, Klaustur-Vík, Blesi.is, Pro-Ark teiknistofa, Baldvin og Þorvaldur, Lögmenn Suðurlandi, MS og Fagform---Strákarnir stilltu sér upp í myndatöku við brottför. Ljósmynd: Umf.

Forskráning í fimleika 2015-2016 er hafin inná selfoss.felog.is

Forskráning í fimleika er hafin inn á . Um er að ræða tímabilið frá september 2015. Skráningu lýkur 10. ágúst 2015 og er mikilvægt að þeir sem ætla í fimleika séu skráðir tímanlega svo auðveldlega gangi að raða í hópa og gera stundatöflu.Í boði verða hefðbundnir fimleikar fyrir börn fædd 2011 og fyrr.

Orkumótið 2015

í Vestmannaeyjum fór fram um seinustu helgi en mótið er fyrir stráka á eldra ári í 6. flokki. Keppendur, þjálfarar, fararstjórar og fjölskyldur skemmtu sér og sínum allan tímann bæði með fallegum fótbolta og skemmtilegum uppátækjum.Ljósmyndir: Umf.

Hrafnhildur íþróttamaður ársins

Hrafnhildur Hauksdóttir knattspyrnukona sem spilar með Selfoss í Pepsi-deildinni var valin íþróttamaður ársins 2014 í Rangárþingi eystra.Fjórir voru tilnefndir og auk Hrafnhildar voru þau María Rósa Einarsdóttir íþróttafélaginu Dímon, Andri Már Óskarsson GHR og Guðbergur Baldursson Knattspyrnufélagi Rangæinga.

Stelpurnar á hælunum gegn KR

Stelpurnar okkar tóku á móti KR-ingum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær.Fyrirfram var reiknað með þægilegum leik gegn KR en annað kom á daginn og máttu Selfyssingar að lokum þakka fyrir annað stigið úr leiknum þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum.

Yfirburðasigur HSK/Selfoss á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram með glæsibrag á Selfossvelli um helgina þar sem 244 ungmenni voru skráð til leiks. Umgjörð, skipulagning og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá heimamönnum í HSK/Selfoss.Glæsilegur árangur náðist á mótinu en alls var um að ræða 277 persónulegar bætingar og þar af þrjú Íslandsmet.

Selfyssingar lágu fyrir Haukum

Selfyssingar tóku á móti Haukum í áttundu umferð 1. deildarinnar fyrir fyrir helgi.Líkt og í leiknum gegn Fjarðabyggð í næstu umferð á undan réðust úrslit leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Selfyssingar misstu einbeitinguna eftir hornspyrnu Hafnfirðinga sem komu boltanum í net okkar pilta.

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ sem fram fer á Selfossi hefst strax að loknu Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer um helgina. Skólinn er settur á mánudag og stendur fram á fimmtudag 2.