Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrudeildar Umf. Selfoss var haldinn sl. fimmtudag. Fram kom í máli formanns að stöðug aukning hefur verið á iðkendum á vegum knattspyrnudeildar sem æfa yfir allt árið og að mestu leyti úti á íþróttasvæðinu.

Úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna

Um helgina verða úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna og eru rúmlega 100 leikmenn víðsvegar af landinu boðaðir á æfingarnar.

Stelpurnar stóðu sig með prýði

Um seinustu helgi fór fram annað mót vetrarins hjá 7. flokki stúlkna í handbolta. Selfoss sendi fjögur lið til leiks á mótinu sem stóðu sig öll með mikilli prýði.

Sigur á móti Fjölni

Selfoss sigraði Fjölni í Grafarvoginum í gærkvöldi 25-33. Fjölnismenn byrjuðu betur og komust í stöðuna 5-3 en þá fóru Selfyssingar í gang, eftir fimmtán mínútna leik var staðan orðin 7-9 fyrir Selfoss sem smá saman jók muninn.

Aron Óli og Teitur í landslið U-16

Dagana 5.-7. desember mun U-16 ára landslið karla æfa saman og spila tvo æfingaleiki við A-landslið kvenna. Tveir Selfyssingar hafa verið valdir í 30 manna hóp fyrir þetta verkefni.

Landsmótið skilaði hagnaði

Í nóvember var lokið við að gera upp 27. Landsmót Ungmennafélags Íslands sem Héraðssambandið Skarphéðinn hélt með glæsibrag á Selfossi í sumar.

HSK mót í taekwondo

Helgina 23.-24. nóvember fór HSK mótið í taekwondo fram í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Mótið gekk mjög vel og stóðu keppendur sig vel.

Sannfærandi sigrar strákanna

Strákarnir á yngra ári í 5. flokki (f. 2001) kepptu um helgina á Íslandsmótinu í handbolta. Þeir héldu uppteknum hætti frá síðustu mótum og sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega.

Selfoss fer á Seltjarnarnesið

Í hádeginu var dregið í 16 liða úrslit í Coca-Cola bikar karla. Selfoss dróst á móti Gróttu og fer leikurinn fram á Seltjarnarnesi 8.

Íslandsmeistaratitlar í stökkfimi

Íslandsmótið í stökkfimi sem er ný keppni hjá Fimleikasambandi Íslands fór fram síðast liðna helgi. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum.