14.04.2012
Úrslit í fjölþraut Íslandsmótsins í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í dag. Mótið verður sýnt á RUV á morgun laugardag klukkan 13:30. Blandað lið Selfoss keppti við tvö önnur lið annað frá Gerplu sem er á leið á NM juniora í Svíþjóð og svo hinsvegar við blandað lið Stjörnunnar og Ármanns.
01.04.2012
Nú á dögunum var tilkynntur fyrsti æfingahópur landsliðsins í flokki fullorðina fyrir Evrópumótið 2012. Selfyssingar eiga þar fjóra fulltrúa en það eru þær Helga Hjartardóttir, Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, Rakel Nathalie Kristinsdóttir og Unnur Þórisdóttir.
01.04.2012
Undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum fóru fram í húsakynnum Gerplu föstudaginn 30. mars. Selfoss sendi tvö lið til keppni en það voru lið Selfoss HM1, sem keppir í kvennaflokki, og lið Selfoss HM4, sem keppir í flokki blandaðra liða.
29.03.2012
Meistarahópur Selfoss í fimleikum hafa undanfarið verið að safna fyrir nýjum keppnisgöllum. Stelpurnar hafa gengið í fyrirtæki á svæðinu og boðið myndarlegar nýsteiktar kleinur eða glæsilegar marengstertur sem starfsmenn fyrirtækjanna geta gætt sér á fyrir páskahátíðina. Vel hefur verið tekið á móti stelpunum en þær munu sækja pantanir á mánudag og afhenda baksturinn glænýjan á þriðjudagsmorgun. Keyrt er heim að dyrum. Kleinurnar eru seldar 15 saman í pakka og kostar pokinn 1000kr en terturnar kosta 3500kr.
27.03.2012
Unglingaflokkur Selfoss HM2 er að safna sér fyrir nýjum keppnisgöllum. Þær ætla að vera með fimleika, leiki og fjör fyrir börn í 1.-4.
26.03.2012
Héraðsmótið í hópfimleikum var haldið í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 24. mars. Alls voru 24 lið mætt til leiks frá fimm félögum.
26.03.2012
Aðalfundur Fimleikadeildar Selfoss var haldin í Tíbrá fimmtudaginn 22.mars. Á fundinum fóru fram hefðbundinn aðalfundarstörf og var fundarstjóri Þórir Haraldsson.
19.03.2012
HSK-mótið í fimleikum fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 24. mars næstkomandi. Alls mæta 25 lið til keppni í nokkrum flokkum frá fimm félögum. Keppni í fyrsta hluta hefst kl.
14.03.2012
Fimleikar falla niður allan fimmtudaginn 15.mars vegna árshátíðar nemenda Sunnulækjarskóla í íþróttasalnum. Vinsamlegast látið þetta ganga ykkar á milli.
06.03.2012
Í janúar síðastliðnum sóttu nokkrir krakkar frá fimleikadeild Selfoss landsliðsúrtöku vegna Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fer í Danmörku haustið 2012. Nú hefur 35 manna stúlknahópur og 15 manna drengjahópur verið valinn í áframhaldandi hóp sem kallaður er úrvalshópur FSÍ í unglingaflokki 13-17 ára. Þau sem voru valdir frá Selfossi koma hér í stafrófsröð: Arna Björg Gunnarsdóttir, Aron Bragason, Ástrós Hilmarsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Grímsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Margrét Lúðvigsdóttir, Nadía Björt Hafsteinsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Ægir Atlason. Krakkarnir munu nú æfa með hópnum og berjast um að halda áfram en næsti niðurskurður fer fram 1.