17.01.2013
Laugardaginn 19. janúar verður lagersala hjá Sportbúð Errea í Dugguvogi 3, Reykjavík. Þar verða m.a seldar stuttbuxur, bolir, treyjur og peysu.
15.01.2013
Íþróttaskóli fimleikadeildar Umf. Selfoss hefst að nýju laugardaginn 19. janúar 2013. Námskeiðið, sem er fyrir börn fædd 2008-2010, er 10 skipti og kostar 10.000 krónur.
11.12.2012
Á jólasýningu fimleikadeildarinnar hefur skapast sú hefð að útnefna fimleikakonu ársins. Nú var bætt um betur og einnig útnefndur fimleikakarl ársins.
11.12.2012
Laugardaginn 8. desember sl. var hin árlega jólasýning fimleikadeildar Selfoss. Í ár var sett upp sýning byggð á sögunni um Galdrakarlinn í OZ.
06.12.2012
Jólasýning fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 8.desember. Í ár setja krakkarnir upp Galdrakarlinn í OZ. Búast má við lífi og fjöri í íþróttahúsi Vallaskóla á laugardaginn þegar Dórótea, ljónið, tinkarlinn og fuglahræðan taka á móti gestum , en sýningarnar verða þrjár talsins. Sú fyrsta hefst klukkan 9:30, önnur sýning er svo klukkan 11:30 og sú síðasta verður klukkan 13:15. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi hjá börnum, þjálfurum, stjórn og foreldrum og má búast við heljarinnar sýningu að vanda. Öll börn í deildinni taka þátt í þessu verkefni deildarinnar sem hefur vaxið ár frá ári. Á milli sýninga verður hægt að kaupa sér hressingu í anddyri Vallaskóla. Aðgangseyrir er 1000kr.
26.11.2012
Haustmót Fimleikasambands Íslands fór fram í Versölum í Kópavogi dagana 23. og 24. nóvember s.l. Alls tóku átta lið frá Selfossi þátt í fjórum mismunandi flokkum, en mótið var fjölmennt að vanda.
19.11.2012
Undirbúningur jólasýningar fimleikadeildar Umf. Selfoss er nú í fullum gangi. Undirbúningsnefnd sem er skipuð þjálfurum deildarinnar er þessa dagana að leggja lokahönd á undirbúning sýningarinnar.
18.11.2012
Bestu hópfimleikalið landsins kepptu í íþróttahúsi Vallaskóla á bikarmót FSÍ sem fram fór á Selfossi um síðustu helgi. Mótshaldari var fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss.
14.11.2012
Bikarmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla við Sólvelli á Selfossi laugardaginn 17. nóvember. Keppni fer fram í meistarflokki kvenna og karla, 1.
22.10.2012
Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fór fram í Árósum í Danmörku 18.–20. október s.l. Skemmst er frá því að segja að stúlknalið Íslands hampaði Evrópumeistaratitli eftir spennandi keppni í úrslitum.