26.11.2013
Íslandsmótið í stökkfimi sem er ný keppni hjá Fimleikasambandi Íslands fór fram síðast liðna helgi. Keppt var í dýnu- og trampólínstökkum.
22.11.2013
Íslandsmót í stökkfimi fer fram um helgina í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Grafarvogi. Selfoss á 10 keppendur á mótinu en þetta mót er val hjá iðkendum fimleikadeildarinnar.
20.11.2013
Haustmót Fimleikasambands Íslands var haldið laugardaginn 16. nóvember í íþróttahúsinu Versölum í Kópavogi. Alls voru rúmlega 500 keppendur frá níu félögum af öllu landinu mætt til keppni.
15.11.2013
Selfoss sendir átta lið til keppni á Haustmóti í hópfimleikum fer fram laugardaginn 16. nóvember í Versölum í Kópavogi. Mótið er í umsjón Gerplu.
11.11.2013
Fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fimleikaakademíu Umf. Selfoss og FSu kepptu um helgina á Norðurlandamóti fullorðinna í hópfimleikum sem fram fór í Danmörku.
20.10.2013
Mánudaginn 14. október kom í heimsókn hópur danskra fimleikakrakka frá Árósum. Þetta voru 35 krakkar á aldrinum 7-16 ára. Þau eru í vikuferð á Íslandi og hafa verið með sýningar fyrir fimleikafélög og leikskóla.
19.10.2013
Alls fóru sautján fimleikaþjálfarar frá fimleikadeild Selfoss á þjálfaranámskeið 1A sem haldið var í byrjun september á vegum Fimleikasambands Íslands.
11.10.2013
Mánudaginn 14. október kemur danskur fimleikahópur í heimsókn og heldur sýningu á Selfossi. Hópurinn samanstendur af krökkum á aldrinum 8-16 ára.
17.09.2013
Þjálfararáðstefna fyrir alla sem þjálfa íþróttir innan vébanda Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin dagana 11.-12. október.
13.09.2013
Nú á haustdögum fóru Intersport og Errea á Íslandi í samstarf. Allur Selfoss fatnaður fæst nú í Intersport á Selfossi og mun starfsfólkið leggja sig fram við að eiga alltaf til keppnisbúninga og æfingagalla félagsins ásamt öðrum fylgihlutum.