Nýr samstarfssamningur Landsbankans og frjálsíþróttadeildar vegna Brúarhlaupsins

Landbankinn á Selfossi og Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss endurnýjuðu þann 15. ágúst sl. samstarfssamning sinn til næstu þriggja ára og með honum verður Landsbankinn áfram einn af aðalstyrkaraðilum Brúarhlaups Selfoss.Brúarhlaup Selfoss var fyrst hlaupið á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar við Selfoss árið 1991.

Frjálsíþróttadeild óskar eftir þjálfara

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss leitar að þjálfara til að þjálfa meistaraflokk deildarinnar, sem samanstendur af iðkendum 15 ára og eldri. Möguleiki er á þjálfun hluta æfinga og samstarf við aðra þjálfara. Margir möguleikar í boði. Einnig er í boði að taka þátt í undirbúningi að stofnun frjálsíþróttaakademíu við Fjölbrautaskóla Suðurlands og að veita henni forstöðu.Frjálsíþróttadeild Umf.

Fjóla Signý sigraði í 400m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, sigraði í 400 m grindahlaupi á Folksam Challenge mótinu í Mölndal í Svíþjóð þann 4. ágúst s.l.

Sigþór fjórfaldur Íslandsmeistari

Helgina 11.-12. ágúst fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram á Höfn í Hornafirði. HSK/Selfoss sendi 12 unglinga til keppninnar og stóðu þau sig frábærlega. Fjórtán Íslandsmeistaratitlar, auk sex silfurverðlauna og níu bronverðlauna, var afrakstur helgarinnar.

Brúarhlaupið fer fram laugardaginn 1. september

Staður og tími Brúarhlaupið á Selfossi verður haldið laugardaginn 1. september. Allir hlauparar og hjólreiðamenn verða ræstir á Ölfusárbrú.

Tíu gull, sjö silfur og fimm brons á Gaflaranum

Nokkrir krakkar frá Selfossi gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn á laugardaginn þegar þau tóku þátt í opnu frjálsíþróttamóti þar.

Fjóla Signý bætti 30 ára gamalt HSK-met Unnar Stefánsdóttur í 200 m

Nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Akureyrarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór á glæsilegum Akureyravelli helgina 21.-22.

Selfoss sigraði Unglingamót HSK

Þriðjudaginn 21. júní sl. fór fram Unglingamót HSK í frjálsíþróttum. Mótið var haldið á nýja frjálsíþróttavellinum á Selfossi í góðu veðri.

Vertu með, hjálpaðu til

Eftir rúmar tvær vikur, um verslunarmannahelgina, verður stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Selfossi, Unglingalandsmót UMFÍ. Öllu hefur verið tjaldað til við undirbúning mótsins, bæði að hálfu framkvæmdaaðila, Héraðssambandsins Skarphéðins og Sveitarfélagsins Árborgar. Áætlað er  að um 500 sjálfboðaliða þurfi til að framkvæma mótið og þar er um hin ýmsu störf að ræða.Aðildarfélög HSK á Selfossi munu sjá um veitingasölu á mótinu, en gert er ráð fyrir að 12-15 þúsund manns muni sækja mótið. Því er eftir töluverðu að slægjast hjá þessum félögum, Ungmennafélagi Selfoss, Knattspyrnufélagi Árborgar, Íþróttafélaginu Suðra, Körfuknattleiksfélagi FSU, Golfklúbbi Selfoss og Hestamannafélaginu Sleipni. Mun hagnaður af veitingasölunni skiptast á milli þessara félaga eftir vinnuframlagi frá hverju og einu félagi. Félögin hafa nú þegar hafið leit að sjálfboðaliðum innan sinna raða til að manna þessar vaktir, og önnur störf, um verslunarmannahelgina og gengur vonandi vel.En örugglega er einhver út í samfélaginu sem hefur ekki verið haft samband við og hefur áhuga að koma að því að styðja sitt félag eða hvaða félag sem hann velur sér að starfa fyrir og hvet ég viðkomandi til að hafa samband við sitt félag og bjóða fram aðstoð við mótið. Allt vinnuframlag skiptir máli alveg niður í nokkrar klukkustundir, eina vakt eða hvað annað sem viðkomandi hefur að bjóða. Ef einhver er í vafa hvert skal leita til að veita aðstoð má hafa samband við undirritaðan .Að lokum hvet ég alla til að taka virkan þátt í að Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi, um verslunarmannahelgina. mótið takist vel og verði okkur öllum til sóma.

15 krakkar á Gautaborgarleikunum

Fimmtán frjálsíþróttakrakkar frá Selfossi á aldrinum 13-20 ára fóru til Gautaborgar í júlí og tóku þátt í Gautaborgarleikunum sem er risastórt mót þar sem keppendur koma frá mörgum löndum. Skráningar á mótið eru 7.000 og því gríðarleg reynsla að keppa á svona móti. Krökkunum okkar gekk rosalega vel og komu heim með 2 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun og að auki fullt af bætingum.13 ára strákar: Styrmir Dan Steinunnarson stóð sig frábærlega á mótinu. Hann gerði sér lítið fyrir og vann hástökkið og setti um leið Íslandsmet þegar hann stökk yfir 1,70 m. Hann sigraði líka spjótkastið með kasti upp á 44,10 metra. Í langstökki bætti hann besta árangur sinn þegar hann stökk 5,51 m og varð í 2.