Fjóla Signý og Hreinn Heiðar bikarmeistarar í hástökki

Sjötta Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. febrúar s.l. HSK sendi sitt sterkasta lið til keppni sem náði góðum árangri.

Tveir Íslandsmeistaratitlar, tvö silfur og eitt brons á MÍ

Helgina 11.-12. febrúar fór fram í Laugardalshöllinni aðalhluti Meistaramóts Íslands. HSK/S°elfoss átti þar öfluga fulltrúa sem stóðu sig vel að vanda.

Sigþór Helgason fjórfaldur Íslandsmeistari

Unglingameistaramót Íslands 15-22 ára var haldið í Frjálsíþróttahöllinni helgina 4.-5. febrúar sl. HSK/Selfoss sendi öflugt lið til leiks sem stóð sig mjög vel.

Fjóla sigraði í 60 m grindahlaupi í Svíþjóð

Fjóla Signý Hannesdóttir frjálsíþróttakona gerði sér lítið fyrir og sigraði í 60 m grindahlaupi, á tímanum 9,04 sek, á Team Sportia Spelen, sem haldið var í frjálsíþróttahöllinni í Falun, þann 28.janúar sl. HSK-met Fjólu Signýjar sem hún setti á MÍ í fjölþrautum nýlega er 9,02 sek.

Sex gullverðlaun í kúluvarpi til HSK á Stórmóti ÍR

Aðildarfélög HSK áttu 43 keppendur á Stórmóti ÍR sem haldið var Laugardalshöllinni um liðna helgi. Keppendur HSK stóð sig vel að vanda. Uppskeran var 15 gull, 12 silfur og 10 brons, eitt HSK-met og fullt af persónulegum metum.

Fimm frjálsíþróttamenn HSK/Selfoss á Reykjavíkurleikunum

Reykjavíkurleikarnir eða Reykjavík International Games fóru fram um liðna helgi, laugardaginn 21. janúar. sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Fjóla Signý Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna

Meistaramót Íslands í fjölþrautum innanhúss fór fram helgina 14.-15. janúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni. Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi varð Íslandsmeistari í fimmtarþraut er hún náði 3792 stigum og bætti hún sig í öllum greinum þrautarinn-ar.

Selfoss vann aldursflokkamót HSK

Aldursflokkamót HSK 11 - 14 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í Reykjavík sl. sunnudag. Mótshaldið gekk mjög vel og tímasetningar stóðust.

Selfoss sigraði Unglingamót HSK í frjálsum

Unglingamót HSK var haldið í Frjálsíþróttahöllinni 8. janúar sl. Frjálsíþróttadeild Selfoss sendi öflugt lið til leiks og var frammistaða keppenda mjög góð.

HSK-mótin í frjálsum framundan

HSK-mótin í frjálsum íþróttum í flokkum 11 ára og eldri fara fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum í janúar. Er þetta í þriðja sinn sem HSK-mótin fara þar fram.