05.03.2021
Meistaraflokkur karla gerði í kvöld jafntefli við KA í hörkuleik á Akureyri. Leikurinn var hluti af þrettándu umferð Olísdeildarinnar og endaði 24-24.Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir 2-5 yfir eftir tíu mínútna leik. Þá skiptu KA menn upp um gír og náðu að jafna leikinn. Selfyssingar héldu svo frumkvæðinu áfram út hálfleikinn þar sem staðan var 11-13. Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrri endaði og héldu Selfyssingar áfram að skora á undan. Á 45.
03.03.2021
Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem var send út rafrænt í gær, þriðjudaginn 2.
03.03.2021
Selfoss U vann góðan sigur í Grill 66 deildinni í gærkvöldi. Þá mættu þeir Fjölni á þeirra heimavelli í Dalhúsum, Grafarvogi.Heimamenn náðu frumkvæðinu strax í byrjun, en ungmenna liðið frá Selfossi héldu þó í við þá og jöfnuðu jafnharðann. Selfyssingum gekk vel á báðum endum vallarins en misstu boltan óþarflega oft og skilaði það Fjölni eins marks forystu í hálfleik, 12-11. Síðari hálfleikur rann svipað af stað, en eftir átta mínútur tóku Selfyssingar framúr Fjölni og komu sér í þriggja marka forystu, 14-17, á góðum kafla. Áfram var vörnin mjög góð, en Fjölnismenn náðu þó að minnka muninn. Selfyssingar sleptu ekki tökum á forystunni og unnu að lokum leikinn, lokatölur 23-24.Mörk Selfoss: Andri Dagur Ófeigsson 7, Gunnar Flosi Grétarsson 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Arnór Logi Hákonarson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 17 (42%)Eftir þessa frábæru liðsframistöðu fær U-liðið smá hvíld, en næsti leikur þeirra verður föstudaginn 19.
01.03.2021
Selfyssingar unnu eins marks sigur á Stjörnunni í gær í háspennuleik í Hleðsluhöllinni, 29-28. Þar með er liðið komið upp í 3.
28.02.2021
Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni/Fylki í Grafarvogi í Grill 66 deildinni í dag, 20-17.Segja má að mjög slæm byrjun hafi verið banabiti Selfyssinga í þessum leik í Dalhúsum. Eftir um fimmtán mínúntur voru gestgjafarnir komnir með 7 marka forystu, 9-2. Selfyssingar gerðu smá áhlaup og minnkuðu muninn aðeins, en heimastúlkur náðu að forystunni fljótt aftur og staðan í hálfleik 13-5. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik. Selfyssingar náðu að þétta vörnina, en fóru á köflum illa með boltan þegar sótt var hratt. Þegar um tólf mínútur voru eftir komu Fjölnir/Fylkir muninum aftur í 8 mörk 20-12. Það reyndist síðasta mark þeirra í leiknum, en munurinn reyndist Selfyssingum óyfirstíganlegur á endanum. Lokatölur 20-17. Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2/2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12 (37%), Lena Ósk Jónsdóttir 1 (100%).Næsti leikur er gegn Víkingum eftir viku í Hleðsluhöllinni!Mynd: Elín Krista var markahæst í dag með fjögur mörk.
Sunnlenska.is / GK
27.02.2021
Selfoss vann frábæran sigur á ÍBV í spennuleik í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudagskvöldið, 27-25.Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og liðin skiptust á að leiða og fór munurinn aldrei yfir tvö mörk, jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, 13-13.
25.02.2021
Stúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Fram U í Grill 66 deild kvenna í kvöld. Ljóst var strax frá byrjun að topplið Framara hugðist ekki ætla að taka neina fanga. Þær byrjuðu leikinn í maður á mann vörn og tókst að slá Selfyssinga út af laginu. Með þessu náðu þær fimm marka forystu, 1-6 eftir aðeins tíu mínútur. Örn, þjálfari Selfoss, tók leikhlé þar sem honum tókst að berja baráttuandann í liðið. Selfyssingar náðu góðri viðspyrnu og voru búnar að jafna leikinn, 7-7, átta mínútum síðar. Meira jafnvægi var í leiknum fram að hálfleik þar sem Fram leiddi með þrem mörkum, 9-12. Framarar byrjuðu síðari hálfleik af meiri ákveðni og juku forystu sína hægt en örugglega þar til á lokamínútunum. Lokatölur 19-29.Mörk Selfoss: Elín Krista Sigurðardóttir 5, Katla Björg Ómarsdóttir 4/3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Ivana Raičković 2, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 12/1 (29%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis á sunnudaginn næstkomandi, í Dalhúsum kl.
23.02.2021
Hinn ungi og efnilegi línumaður Tryggvi Þórisson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til næstu þriggja ára.
22.02.2021
Selfoss tapaði fyrir Gróttu í Hleðsluhöllinni í Olísdeild karla í kvöld, með sex mörkum, 20-26.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru skrefi á undan fyrstu 18 mínúturnar. Grótta náði þá að jafna í 7-7 og komust svo yfir í fyrsta skipti í leiknum. Það virtist hafa fengið á Selfyssinga því þeir fengu hvorki rönd við reist það sem eftir lifði leiks. Grótta jók muninn í þrjú mörk og var staðan í hálfleik 11-14, Gróttu í vil. Lítið breyttist í seinni hálfleik og Grótta hélt Selfossliðinu í tveggja til fjögurra marka fjarlægð. Undir lokin fóru Selfyssingar í maður á mann vörn og Grótta gekk á lagið og innsiglaði góðan sigur sinn í Hleðsluhöllinni, 20-26.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 5/2, Alexander Már Egan 4, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Tryggvi Þórisson 2, Ragnar Jóhannsson 2/1, Nökkvi Dan Elliðason 1, Einar Sverrisson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Vilius Rasimas 14 (35%).Næsti leikur hjá strákunum er ekki af verri endanum, Suðurlandsslagurinn sjálfur, Selfoss - ÍBV á fimmtudaginn kl 18:30 í beinni á Stöð 2 Sport.Mynd: Hergeir Grímsson var markahæstur í kvöld, með 5 mörk.
Umf.
21.02.2021
Selfoss tók á móti ungmennaliði HK í Grill 66 deild kvenna í dag.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og skiptust liðin á að hafa forystu.