21.03.2013
Á föstudaginn 22. mars fer fram lokaumferðin í 1.deild karla. Leikur þá Selfoss við Stjörnuna í Garðabænum klukkan 19:30. Von er á erfiðumleik gegn góðu Stjörnuliði.Stjarnan hefur átt gott tímabil hingað til, þeir komust í úrslitaleikinn í bikarnum eftir góðan sigur á Akureyri og töpuðu naumlega gegn ÍBV á mánudaginn í baráttunni um efsta sætið í fyrstu deildinni.
21.03.2013
4. flokkur eldra ár (1997) mætti Gróttu á útivelli síðastliðinn þriðjudag. Unnu Selfyssingar þar algjöran stórsigur en lokatölur urðu 14-35.
19.03.2013
Selfoss mætti Fram í 4. flokki eldri á sunnudag en sömu lið mættust í Laugardalshöllinni viku áður í bikarúrslitum. Selfyssingar sönnuðu það að hægt er að vinna tvo leiki í röð gegn sama liði er þeir lönduðu 26-29 sigri í Safamýrinni.
19.03.2013
Yngra árs lið Selfoss mætti Fjölni á sunnudag í lokaleik deildarkeppninnar í 1998 árgangi. Selfyssingar sigruðu leikinn 27-31. Er þetta fjórði sigurleikurinn í röð hjá strákunum og því ljóst að liðið fer í góðu formi inn í úrslitakeppnina sem fer fram í apríl.
19.03.2013
3. flokkur karla mætti FH í seinustu viku en fyrir skömmu urðu FH-ingar bikarmeistarar í þessum flokki. Selfyssingar voru sterkari lengst af í leiknum og yfir mestan hluta hans.
15.03.2013
Í kvöld fór fram spennuleikur Selfoss og Gróttu um 4 sætið í 1.deildinni. Selfoss byrjaði leikinn loksins af miklum krafti og komst snemma í 4-1.
15.03.2013
Á laugardaginn leikur Selfoss lokaleik sinn í N1-deild kvenna gegn Fram klukkan 13:30. Fram vann fyrri leik liðana nokkuð örugglega 33-14 og staðan í hálfleik var 16-5.Fram liðið er gífurlega vel mannað og má sjá það á síðasta A-landsliðs hóp þar sem Fram á 6 leikmenn í liðinu.
13.03.2013
Algjör úrslitaleikur fer fram á föstudaginn 15. mars þegar Selfoss fær Gróttu í heimsókn klukkan 19:30. Bæði lið eru í harðri baráttu um 4 sætið og síðasta umspilsætið.
12.03.2013
Selfoss kíkti í Árbæinn í kvöld og lék við heimamenn í Fylki í 1.deildinni. Leikurinn byrjaði afskaplega rólega þó var Fylkir með frumkvæðið fyrstu mínúturnar.
11.03.2013
Á þriðjudaginn 12. mars klukkan 19:30 heimsækir Selfoss Árbæinn og leikur við heimamenn í Fylki i 1.deild karla. Lokasprettur deildarinnar er að hefjast enda einungis 3 mikilvægir leikir eftir.