Úrslit í öðru Grýlupottahlaupinu 2014

Annað Grýlupottahlaup ársins 2014 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 3. maí. Þátttakendur að þessu sinni voru 110 talsins, heldur færri en í fyrsta hlaupinu.

Kynningarfundur Pepsi deildarinnar

Kynningarfundur Pepsi deildar kvenna fer fram mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík.Viðstaddir fundinn verða fulltrúar Ölgerðarinnar, fulltrúar KSÍ, fulltrúar knattspyrnudómara og fulltrúar félaganna í Pepsi deildinni (forráðamenn, þjálfarar og fyrirliðar) ásamt fulltrúum fjölmiðla.Meðal efnis eru að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða, auk þess sem Ölgerðin mun kynna markaðsstarfið við deildina.Keppni í  hefst þriðjudaginn 13.

Beltapróf í Baulu 11. maí

Sunnudaginn 11. maí verður beltapróf í íþróttahúsinu Baulu við Sunnulækjarskóla. Prófið verður í stóra salnum niðri og byrjar klukkan 10:00.Próflistar verða settir upp strax eftir helgi og sendir í tölvupósti.Þeir sem eru að taka sitt fyrsta próf þ.e.

Íslandsmeistarar á dýnu og gólfi

Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarði í Garðabæ dagana 25. og 26. apríl. Selfoss átti þrjú lið sem kepptu á mótinu tvö í kvennaflokki og eitt í flokki blandaðra liða.Kvennalið Selfoss A hafnaði í fimmta sæti og Selfoss B í sjötta sæti.

Ævintýrið úti hjá 3. flokki

Heilladísirnar voru ekki með Selfyssingum þann 1. maí þegar þriðji flokkur karla og kvenna léku til undanúrslita á Íslandsmótinu í handknattleik.Stelpurnar mættu Fram á útivelli og máttu þola eins marks tap 20-19 í afar spennandi og skemmtilegum leik.

Úrslit í fyrsta Grýlupottahlaupinu 2014

Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2014 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 26. apríl. Þátttakendur voru 161 sem er mun meiri þátttaka en síðustu ár og ljóst að fjölmargir vilja taka þátt í þessu skemmtilega hlaupi. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og yndislegu veðri sem lék við hlaupara.Hlaupaleiðinni var breytt örlítið frá fyrra ári en vegalengdin er sú sama, rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Annað hlaup ársins fer fram nk.

Hjólað í vinnuna hefst í nætu viku

Skráning er hafin í verkefnið  en keppnin hefst miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí.Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur.

Hanna stjórnaði leik Íslands

Um páskana spilaði Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með landsliði Íslands 20 ára og yngri í undanriðill fyrir HM í handknattleik kvenna, 20 ára og yngri, en riðillinn var leikinn á Ísland.Hanna byrjaði á bekknum í fyrsta leiknum sem tapaðist gegn Úkraínu 29-27.

Óskað er eftir starfsfólki í Íþrótta- og útivistarklúbbinn

Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2004-2009, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.

Fjórði Selfyssingurinn á NM

Nú hefur fjórði Selfyssingurinn bæst í landsliðshóp Júdósamband Íslands sem keppir á Norðurlandamótinu í Finnlandi 24.-25. maí næstkomandi.Þetta er Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki í fullorðinna (seniora) á mótinu.Áður hafði verið tilkynnt um keppendur yngri landsliða þar sem Grímur Ívarsson, Úlfur Böðvarsson og Egill Blöndal voru valdir til þátttöku.Sem fyrr óskum við strákunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á mótinu.Frétt á .