08.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þýska markvörðinn Anke Preuss og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Preuss, sem er 29 ára gömul, er reynslumikill leikmaður, Hún kemur til Selfoss frá sænska úrvalsdeildarliðinu Vittsjö en 2018-2020 var hún á mála hjá Liverpool á Englandi og þar áður hjá Sunderland.
07.02.2021
Eva María Baldursdóttir, UMF Selfoss, sigraði stórglæsilega á Reykjavikurleikunum í hástökki en frjálsíþróttahluti keppninnar fór fram 7.febrúar. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta árangur innanhúss um 2 cm þegar hún sveif yfir 1.78m.
07.02.2021
Meistaraflokkar kvenna og karla voru báðir í eldlínunni í dag í Hleðsluhöllinni. Stelpurnar töpuðu fyrir Aftureldingu í fjörugum leik í Grill 66 deild kvenna og strákarnir sigruðu Þórsara örugglega í Olísdeild karla. Stelpurnar mætti Aftureldingu í 6.
07.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Evu Núru Abrahamsdóttur og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Eva Núra, sem er 26 ára, kemur til liðsins frá FH en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki og hefur einnig leikið með Haukum.
03.02.2021
Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í höfuðstaðinn og sigraði Val í Origohöllinni í sínum fyrsta leik á nýju ári, 24-30.Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu með þremur mörkum eftir um fimmtán mínútna leik.
03.02.2021
Leikmenn janúarmánaðar eru Elena Rut Einisdóttir og Steinþór Blær Óskarsson.
Steinþór Blær er í 6. flokki karla og hefur bætt sig mjög hratt.
01.02.2021
Dagný Brynjarsdóttir er gengin til lið við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham en hún lék með Selfoss á síðasta tímabili.Dagný er mikill stuðningsmaður West Ham og hefur hún stutt liðið frá blautu barnsbeini.
01.02.2021
Stelpurnar töpuðu með sjö mörkum á Selttjarnarnesi á laugardaginn s.l. þar sem þær mættu Gróttu í fimmtu umferð Grill 66 deild kvenna, lokatölur 35-28.Grótta komst í 7-3 í upphafi leiks en Selfoss náði að minnka muninn í 10-8 um miðjan fyrri hálfleikinn.
31.01.2021
Á miðvikudaginn léku strákarnir í Selfoss U gegn Kríu úti á Seltjarnarnesi. Þessi Grill 66 deildarslagur tapaðist nokkuð sannfærandi, 30-24.Strax í byrjun leiks var ljóst hvort liðið var mætt með baráttuna með sér í leikinn, þar voru Kríumenn ofan á stærstan hluta leiksins. Það skilaði sér í því að Selfyssingar átti í vandræðum með að skora og staðan eftir tæpar 12 mínútur 8-3. Þar með voru heimamenn búnir að byggja upp forystu sem þeir áttu byggja á fram að hálfleik þar sem staðan var 18-11. Í seinni hálfleik héldu menn svo áfram þaðan sem frá var horfið þar til Kría var komin í 10 marka forystu þegar 10 mínútur voru liðnar, 23-13. Sá munur hélst lítið breyttur þar til tæpar 5 mínútur voru eftir og Selfyssingar komu með áhlaup. Það var einfaldlega of seint og úrslitin í raun ráðin, lokastaðan 30-24Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 5, Arnór Logi Hákonarson 3, Sölvi Svavarsson 2, Sæþór Atlason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 7 (28%), Hermann Guðmundsson 5 (62%) og Sölvi Ólafsson 3 (25%).Erfiður dagur á skrifstofunni hjá strákunum sem mættu fullvöxnum karlmönnum í þessum leik. Þeirra barátta heldur áfram á fullum krafti og strax á Sunnudag mæta Ísfirðingarnir í Herði á Suðurlandið, en sá leikur fer fram í Hleðsluhöllinni kl.