20.09.2019
Lokahóf yngriflokka verður haldið á JÁVERK-vellinum kl. 10:30 21.septemberVerðlaunaafhendingar einstakra flokka ásamt því að allir iðkendur í 6.
19.09.2019
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við.
17.09.2019
Miðvikudaginn 18. september verður með hausttilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.
17.09.2019
Undanfarin ár hafa Mótokrossdeild Selfoss og Vélhjólaklúbburinn VÍK farið í sameiginlega enduroferð í Jósefsdal í lok hvers sumars í.
16.09.2019
Selfyssingar lutu í lægra haldi fyrir ÍR í sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í kvöld, 28-35.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu.
16.09.2019
Selfosskonur tryggðu sér 3. sæti Pepsi-Max deildar kvenna í dag þegar þær gerðu góða ferð á Meistaravelli.Allison Murphy gerði bæði mörk leiksins og tryggði Selfossi 0-2 sigur en þessi lið áttust við í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.Selfoss er með 31 stig og ljóst að þær geta hvorki farið ofar né neðar í töflunni og er 3.
16.09.2019
Í vetur verður boðið upp á sérstakar markmannsæfingar fyrir alla iðkendur yngri flokkum handboltans. Í sumar fékk handknattleiksdeildin til sín Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson til að hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun hjá deildinni, en hann sér einnig um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla í vetur.
15.09.2019
Meistaraflokkur kvenna hóf leik í Grill66-deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld með sigri á U-liði Vals, 26-21.Valsstúlkur mættu ákveðnari til leiks og skoruðu fyristu 2 mörk leiksins. Það dugði til að fá Selfyssinga til þess að stimpla sig inn og skoruðu þær næstu 4 mörk leiksins, Valur náði aftur forystunni, 5-4 og var það í síðasta skiptið í leiknum sem þær voru yfir. Seinni 15 mínútur fyrri hálfleiks byggði Selfoss upp smá forystu og var staðan í hálfleik 15-10. Valur minnkaði munin í upphafi síðari hálfleiks en Selfyssingar svöruðu vel og náðu fljótt aftur 5 marka forskoti og héldu þeim mun út leikinn og lönduðu að lokum 5 marka sigri, 26-21.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østegaard 14 (40%)Nánar er fjallað um leikinn á . Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn gegn Víkingum í Víkinni kl 19:30, við hvetjum fólk til að fjölmenna í Víkina og hvetja okkar stelpur til dáða.
12.09.2019
Fimmtudaginn 11. september síðastliðinn hélt María Rún Þorsteinsdóttir, næringarfræðingur, fyrirlestur fyrir iðkendur í 1. flokki og 2.
11.09.2019
Meistaraflokkur karla hóf leik í Olísdeildinni þennan veturinn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar. Þar mættu þeir FH sem spáð hefur verið góðu brautargengi í vetur. Leiknum lauk með sterkum útisigri strákanna frá Selfossi, 30-32.Þetta var hörkuleikur eins og oft vill verða þegar þessi lið eigast við og einkenndust fyrstu mínútur leiksins af mikilli baráttu, hraða og mistökum, mistökunum átti eftir að fækka en hraðinn minnkaði lítið. Fyrstu 10 mínúturnar var allt jafnt en eftir það tóku Selfyssingar forustuna til sín og héldu 3-4 marka forustu og staðan í hálfleik 13-17.Í síðari hálfleik breyttu FH-ingar áherslum í varnarleiknum og Selfyssingar áttu erfiðara með að koma boltanum í netið.