22.05.2018
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Kristrúnu Rut Antonsdóttur um að spila með félaginu í sumar. Kristrún, sem var valin leikmaður ársins á Selfossi á síðasta keppnistímabili, hélt utan til Ítalíu síðasta haust og samdi við Chieti sem leikur í Serie-B.
22.05.2018
Á föstudaginn s.l. fór fram sameiginlegt lokahóf hjá handknattleiksakademíu FSu, 3.flokki karla og kvenna. Lokahófið var haldið í Tíbrá og var það á sumarlegum nótum, þar sem grillað var ofan í mannskapinn lambakjöt.Níu einstaklingar útskrifuðust úr handknattleiksakademíunni en það voru þau: Anna Kristín Ægisdóttir, Dagbjört Rut Kjaran Friðfinssdóttir, Dröfn Sveinsdóttir, Grímur Bjarndal Einarsson, Gunnar Birgir Guðmundsson, Hannes Höskuldsson, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Trausti Elvar Magnússon og Páll Dagur Bergsson. Verðlaunaafhendingar fór fram fyrir hvorn flokk fyrir sig.
20.05.2018
Það var margt um dýrðir á vel heppnuðu lokahófi handknattleiksdeildar Selfoss í gær, sem haldið var á Hótel Selfoss, þar sem frábæru tímabili var fagnað.
17.05.2018
Um síðustu helgi voru öll yngri landslið kvenna við æfingar. Eins og svo oft áður voru fjöldi Selfyssinga valdir í landsliðið. Ída Bjarklind Magnúsdóttir var valin í U-20 ára landsliðshópinn. Þær Agnes Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Sigríður Lilja Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir voru valdar í U-18 ára landsliðshópinn.Landsliðshópanna má sjá Mynd: Sigríður Lilja Sigurðardóttir er ein þeirra sem var við æfingar með U-18 ára landsliðinu síðustu helgi.
16.05.2018
Framkvæmdir eru nú hafnar í íþróttahúsinu IÐU við að skipta um gólefni í salnum, en handboltinn mun flytja sig yfir götuna fyrir næsta keppnistímabil.Handknattleiksdeildin sér um að rífa gamla parketið af og síðan verður lagt nýtt parket á gólfið ásamt því að ný og stærri stúka mun verða sett upp.
16.05.2018
Frábæru keppnistímabili handknattleiksdeildarinnar á Selfossi er nú lokið. Barna- og unglingastarfið hefur skilað góðum árangri og er eftir því tekið um allt land hve öflugt uppbyggingarstarf hefur verið unnið á Selfossi undanfarin ár.Meistaraflokkar bæði karla og kvenna náðu besta árangri sínum frá upphafi í Íslandsmótinu, kvennaliðið náði 6.
16.05.2018
Selfyssingurinn Elena Elísabet Birgisdóttir gekk á dögunum til liðs við norska fyrstu deildarliðið Førde IL. Elena, sem leikið hefur með Stjörnunni undanfarin tvö ár, gerði eins árs atvinnumannasamning við liðið með möguleika á framlenginu um annað ár.
Elena kemur ekki að tómum kofanum hjá Førde IL því Hilmar Guðlaugsson er nýtekinn við sem þjálfari liðsins en hann þjálfaði hjá Selfossi áður en hann flutti sig um set til Noregs.
15.05.2018
Átta Selfyssingar eru í nýtilkynntum landsliðshóp A-landsliðs karla í handbolta, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 30 manna æfingahóp í dag.
15.05.2018
Hrafnhildur Hauksdóttir er aftur komin í vínrauðu treyjuna en Selfoss hefur fengið hana lánaða frá Val.Hrafnhildur er 22 ára varnarmaður frá Hvolsvelli og er óhætt að segja að hún þekki vel til hér á Selfossi.
15.05.2018
Lokahóf handknattleiksdeildar verður haldið á Hótel Selfoss núna á laugardaginn, 19.maí. Við ætlum að fagna frábæru tímabili og við hvetjum alla Selfyssinga nær og fjær sem hafa komið á leiki með liðinu í vetur til þess að mæta.