11.02.2021
Meistaraflokkur kvennahéldu vegferð sinni í Grill 66 deildinni áfram í Origo höllinni í kvöld. Þar töpuðu þær fyrir sterku liði Val U, 26-17.Valsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu Selfyssingar í töluverðum vandræðum í sókninni. Valur gekk á lagið og náði hægt og bítandi að byggja upp níu marka forystu, staðan 12-3 eftir tuttugu mínútur. Eftir það komst meira jafnvægi á leikinn og skoruð bæði lið fjögur mörk fram að hálfleik þar sem staðan var 16-7. Selfyssingar virtust vera búnar að ná mesta skrekknum úr sér í síðari hálfleik og gekk bæði vörn og sókn betur. Selfyssingar náðu að minnka forystu Valsstúlkna aðeins án þess þó að ógna þeim að ráði. Í lokin dró aftur í sundur á milli liðanna og endaði leikurinn með sama mun og í hálfleik, lokatölur 26-17.Mörk Selfoss: Agnes Sigurðardóttir 5, Ivana Raičković 3, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Þrúður Sóley Guðnadóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 5 (23%), Lena Ósk Jónsdóttir 3 (23%)Þetta er búið að vera erfitt hjá stelpunum sem eru í leit að jafnvægi eftir meiðslahrinu. Næsti leikur liðs Selfoss er gegn ÍR í Hleðsluhöllinni á Sunnudag kl.
10.02.2021
Allir fimm keppendur Selfoss unnu til verðlauna á Reykjavíkurleikunum um seinustu helgi og sýndu glæsileg tilþrif.Egill Blöndal sigraði í -90 kg flokki og Úlfur Þór Böðvarsson hafnaði í öðru sæti í sama flokki Vésteinn Bjarnason nældi í silfur í -66 kg flokki á sínu fyrsta móti í flokki fullorðinna.
10.02.2021
Alls hafa 14 Selfyssingar verið valdir í yngri landslið Íslands nú í byrjun árs. Þjálfarar U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna völdu æfingahópa fyrir komandi verkefni í vor og sumar.
08.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við þýska markvörðinn Anke Preuss og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Preuss, sem er 29 ára gömul, er reynslumikill leikmaður, Hún kemur til Selfoss frá sænska úrvalsdeildarliðinu Vittsjö en 2018-2020 var hún á mála hjá Liverpool á Englandi og þar áður hjá Sunderland.
07.02.2021
Eva María Baldursdóttir, UMF Selfoss, sigraði stórglæsilega á Reykjavikurleikunum í hástökki en frjálsíþróttahluti keppninnar fór fram 7.febrúar. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta árangur innanhúss um 2 cm þegar hún sveif yfir 1.78m.
07.02.2021
Meistaraflokkar kvenna og karla voru báðir í eldlínunni í dag í Hleðsluhöllinni. Stelpurnar töpuðu fyrir Aftureldingu í fjörugum leik í Grill 66 deild kvenna og strákarnir sigruðu Þórsara örugglega í Olísdeild karla. Stelpurnar mætti Aftureldingu í 6.
07.02.2021
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við miðjumanninn Evu Núru Abrahamsdóttur og mun hún leika með félaginu á komandi leiktíð.Eva Núra, sem er 26 ára, kemur til liðsins frá FH en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki og hefur einnig leikið með Haukum.
03.02.2021
Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í höfuðstaðinn og sigraði Val í Origohöllinni í sínum fyrsta leik á nýju ári, 24-30.Selfyssingar byrjuðu af miklum krafti og leiddu með þremur mörkum eftir um fimmtán mínútna leik.
03.02.2021
Leikmenn janúarmánaðar eru Elena Rut Einisdóttir og Steinþór Blær Óskarsson.
Steinþór Blær er í 6. flokki karla og hefur bætt sig mjög hratt.