Erfið fæðing í Víkinni

Stelpurnar unnu sex marka sigur gegn liði Víkings í kvöld, 19-25.  Þetta var leikur í annar leikur þeirra í Grill 66 deildinni.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur náðu fljótt frumkvæðinu.  Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn orðin 4 mörk, 4-8.  Þá var eins og lukkan hafi yfirgefið Selfossliðið og enduðu mörg góð færi í eða framhjá stönginni.  Víkingsstelpur nýttu sér það og leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.Jafnræði var með liðunum stærstan hluta seinni hálfleiks sem einkenndist af frekar hægum leik og löngum sóknum.  Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum settu stelpurnar í næsta gír, bættu í hörkuna í vörninni og juku hraðann.  Það dugði til að komast framúr og hrista Víkingana af sér og landa að lokum sex marka sigri, 19-25.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 7, Rakel Guðjónsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 1Varin skot: Henriette Ostegaard 17 (47%)Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fylki þriðjudaginn 1.

Lokahóf yngriflokka knattspyrnudeildar 2019

Lokahóf yngriflokka verður haldið á JÁVERK-vellinum kl. 10:30 21.septemberVerðlaunaafhendingar einstakra flokka ásamt því að allir iðkendur í 6.

Alfreð framlengir við Selfoss

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.Alfreð tók við kvennaliði Selfoss eftir að það féll úr úrvalsdeildinni árið 2016 og undir hans stjórn hefur leiðin stöðugt legið upp á við.

Hausttilboð JAKO

Miðvikudaginn 18. september verður með hausttilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Skemmtileg lokaferð í Jósefsdal

Undanfarin ár hafa Mótokrossdeild Selfoss og Vélhjólaklúbburinn VÍK farið í sameiginlega enduroferð í Jósefsdal í lok hvers sumars í.

Skellur gegn ÍR í Hleðsluhöllinni

Selfyssingar lutu í lægra haldi fyrir ÍR í sínum fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í kvöld, 28-35.Leikurinn var nokkuð jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu.

Þriðja sætið er okkar

Selfosskonur tryggðu sér 3. sæti Pepsi-Max deildar kvenna í dag þegar þær gerðu góða ferð á Meistaravelli.Allison Murphy gerði bæði mörk leiksins og tryggði Selfossi 0-2 sigur en þessi lið áttust við í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.Selfoss er með 31 stig og ljóst að þær geta hvorki farið ofar né neðar í töflunni og er 3.

Markmannsæfingar hjá yngri flokkum hafnar

Í vetur verður boðið upp á sérstakar markmannsæfingar fyrir alla iðkendur yngri flokkum handboltans. Í sumar fékk handknattleiksdeildin til sín Selfyssinginn Gísla Rúnar Guðmundsson til að hafa yfirumsjón með markmannsþjálfun hjá deildinni, en hann sér einnig um markmannsþjálfun hjá meistaraflokki karla í vetur.

Stelpurnar byrja á sigri í Grillinu

Meistaraflokkur kvenna hóf leik í Grill66-deildinni í Hleðsluhöllinni í kvöld með sigri á U-liði Vals, 26-21.Valsstúlkur mættu ákveðnari til leiks og skoruðu fyristu 2 mörk leiksins.  Það dugði til að fá Selfyssinga til þess að stimpla sig inn og skoruðu þær næstu 4 mörk leiksins,  Valur náði aftur forystunni, 5-4 og var það í síðasta skiptið í leiknum sem þær voru yfir.  Seinni 15 mínútur fyrri hálfleiks byggði Selfoss upp smá forystu og var staðan í hálfleik 15-10. Valur minnkaði munin í upphafi síðari hálfleiks en Selfyssingar svöruðu vel og náðu fljótt aftur 5 marka forskoti og héldu þeim mun út leikinn og lönduðu að lokum 5 marka sigri, 26-21.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Hulda Dís Þrastardóttir 8, Rakel Guðjónsdóttir 4, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Agnes Sigurðardóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østegaard 14 (40%)Nánar er fjallað um leikinn á . Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn gegn Víkingum í Víkinni kl 19:30, við hvetjum fólk til að fjölmenna í Víkina og hvetja okkar stelpur til dáða.

Næringarfyrirlestur fyrir iðkendur elstu flokka í fimleikum

Fimmtudaginn 11. september síðastliðinn hélt María Rún Þorsteinsdóttir, næringarfræðingur, fyrirlestur fyrir iðkendur í 1. flokki og 2.