05.09.2019
Frístundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 6. og laugardaginn 7. september. Sem fyrr er viðburðurinn haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með frístundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Á frístundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg.
05.09.2019
Bikarmeistararnir okkar héldu á dögunum opna æfingu fyrir kvennaflokka Selfoss. Á æfinguna mættu um 70 stelpur og fengu að æfa með meistaraflokknum, ásamt því að fá myndir af sér með Mjólkurbikarinn
Virkilega skemmtilegur æfing í alla staði og var mikil gleði hjá hópnum.
Áfram Selfoss!.
05.09.2019
Grace Rapp, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Selfoss í knattspyrnu, hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Stade de Reims og mun því ekki leika fleiri leiki með Selfyssingum í sumar.
04.09.2019
Selfoss tapaði í kvöld í framlengdum leik gegn FH í meistarakeppni HSÍ, 33-35. Liðin áttust við í Hleðsluhöllinni í þessum leik sem jafnan markar upphaf handboltavertíðarinnar.Leikurinn byrjaði í járnum og jafnt á öllum tölum fyrstu 17 mínúturnar. Eftir það tóku FH-ingar frumkvæðið og náðu að auka muninn í þrjú mörk og staðan í hálfleik 12-14.Selfyssingar mættu ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og eftir 7 mínútur voru þeir búnir að jafna leikinn 17-17. Einar Baldvin var að verja vel og strákarnir að finna Atla Ævar á línunni. Með þessari uppskrift náði Selfoss tveggja marka forystu. FH voru ekki á þeim buxunum að kasta inn handklæðinu og náðu að jafna leikinn þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og var rétt eins og í upphafi jafnt á öllum tölum. Árni Steinn kom Selfyssingum í forystu með marki 20 sekúndum fyrir leikslok en Ásbjörn Friðriksson jafnaði úr vítakasti á lokaandartökum leiksins og því þurfti að framlengja.FH náði frumkvæðinu strax í upphafi framlengingar og leiddi með einu marki í hálfleik hennar. Í síðari hluta framlengingar kláraði svo Phil Döhler markmaður FH-inga leikinn og sigur FH staðreynd, 35-33.Bikarmeistarar FH unnu því Íslandsmeistara Selfoss í meistarakeppni HSÍ og hljóta því nafnbótina meistari meistaranna. Næst á dagskrá hjá Selfossi er fyrsti leikur í Olísdeildinni, en hann er einmitt gegn FH. Þá mætast liðin í Kaplakrika á miðvikudaginn 11.
02.09.2019
Síðastliðna viku, 25. ágúst - 1. september, fóru 4 þjálfarar frá Fimleikadeild UMF Selfoss á þjálfaranámskeið í Austurríki. Námskeiðið var mjög stíft, þar sem kennt var frá morgni til kvölds alla daga og farið yfir mikið efni.
02.09.2019
Tinna Sigurrós Traustadóttir samdi á dögunum við handknattleiksdeild Selfoss. Tinna, sem er aðeins 15 ára gömul, er örvhent skytta og tók hún sín fyrstu skref með meistaraflokki kvenna síðasta vetur og stóð sig með ágætum.
29.08.2019
Mánudaginn næstkomandi, 2. september munum við hefja fimleikaæfingar að nýju.Æfingarnar fara allar fram í Baulu að venju og hafa nú allir þeir sem forskráðu börnin sín fengið úthlutað plássi og fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um hópa, æfingatíma og þjálfara.Athugið að enn er hægt að skrá í Litla íþróttaskólann sem hefst sunnudaginn 8.
29.08.2019
Sundæfingar hjá gull, silfur og brons hópum eru hafnar en æfingar í koparhópum hefjast í næstu viku. Fara æfingar hjá yngstu hópunum fram í Sundhöll Selfoss en eldri hópar æfa einnig í 50 metra laug í Laugarskarði í Hveragerði.Skráningardagur fyrir koparhópa, 7-10 ára, verður mánudaginn 2.
28.08.2019
Vetrarstarfið hjá yngstu hópum í frjálsum hefjast mánudaginn 2. september, iðkendur 10-13 ára hefja æfingar mánudaginn 9. september og meistarahópurinn hefur tímabilið mánudaginn 23.
27.08.2019
Æfingar í júdó fara í gang fimmtudaginn 29. ágúst hjá 11-15 ára. Iðkendur 8-10 ára hefja æfingar mánudaginn 2. september og iðkendur 6-7 ára degi síðar.