16.07.2019
Selfoss mun mæta annaðhvort liði HK Malmö frá Svíþjóð eða HC Spartak Moskva frá Rússlandi í 2 .umferð Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup).
15.07.2019
Framherjinn skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Þetta eru miklar gleðifréttir en Tokic hefur stimplað sig inn sem algjör lykilmaður í liðinu síðan að hann kom til liðsins síðasta sumar.,,Þetta var mjög auðveld ákvörðun fyrir mig.
13.07.2019
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball.Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Selfossliðinu, allt frá 16 ára aldri árið 2011. Franska liðið sem hún er að ganga til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deildina og er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans. Við óskum Hönnu okkar hjartanlega til hamingju með þetta stóra skref.Mynd: Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss í vetur.
Umf.
12.07.2019
Fyrsta umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akranesi þann 29. júní. Eftir langt þurrkatímabil rigndi þrjá daga fyrir keppni og varð því mikil drulla í brautinni og hún mjög erfið yfirferðar.Selfoss átti fjölmarga keppendur í mótinu og komust flestir þeirra á pall.
12.07.2019
Selfoss skaust upp í annað sæti 2. deildar í gærkvöldi þegar liðið lagði Kára frá Akranesi að velli, 4-0. Leikurinn var hraður og skemmtilegur allt frá fyrstu mínútu.
10.07.2019
Í gær gaf Evrópska handknattleikssambandið út lista yfir þáttökulið í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup). Selfoss kemur þar inn í 2.
10.07.2019
Kvennalið Selfoss vann góðan 1-0 sigur á ÍBV í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið dúnalogn í Dalnum í gærkvöldi, vindurinn stóð á annað markið og Selfoss hafði rokið í fangið í fyrri hálfleik.
09.07.2019
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu undir samning í síðustu viku þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.Það voru þeir nafnar, Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, sem skrifuðu undir samninginn í útibúi Íslandsbanka á Selfossi.„Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað samninginn við Íslandsbanka.
08.07.2019
Í síðustu viku tók U-17 landslið karla þátt í árlegu móti, European Open 17, sem fram fer í Svíþjóð samhliða Partille Cup. Þrír Selfyssingar voru valdir í þetta verkefni, það voru þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson. Samanlagt skoruðu þeir 44 mörk í þessum 9 leikjum og léku stór hlutverk.Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu undanriðilinn. Í milliriðlinum höfðu Svíar betur í hreinum úrslitaleik um efsta sæti og þar með sæti í úrslitaleik mótsins. Annað sæti milliriðilsins kom strákunum okkar í leik um bronsið gegn Hvíta-Rússlandi. Það var æsispennandi leikur þar sem Hvít-Rússar virtust ætla að kafsigla Íslandi, en stákarnir spyrntu við fótum og unnu á endanum með einu marki.Þriðja sætið var því niðurstaðan fyrir íslensku strákana. Svíar töpuðu svo nokkuð sannfærandi fyrir Færeyjingum í úrslitaleik mótsins. Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaður mótsins. Við óskum strákunum okkar og liðinu öllu til hamingju með árangurinn.
08.07.2019
Kvennalið Selfoss hefur styrkt sig með tveimur leikmönnum frá því félagaskiptaglugginn opnaði þann 1. júlí sl.Varnarmaðurinn Hrafnhildur Hauksdóttir og markvörðurinn Dagný Pálsdóttir hafa gengið til liðs við félagið en þær þekkja báðar vel til á Selfossi.Hrafnhildur, sem er 22 ára, hefur leikið 82 leiki fyrir Selfoss í efstu deild og bikar frá árinu 2013.