14.06.2019
Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.Einar Baldvin kemur til okkar frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár. Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaðaður landsins.Handknattleiksdeild Selfoss býður Einar Baldvin hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.Mynd: Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar
Umf.
13.06.2019
Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta.
12.06.2019
Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi á Selfossvelli. Mótið hefst klukkan 10 báða dagana.Alls eru 212 keppendur frá 25 félögum víðs vegar um landið skráðir til keppni.
11.06.2019
Frá og með deginum í dag, 11. júní, taka sumaræfingatímar knattspyrnudeildar gildi :)Sjáumst á vellinum .
10.06.2019
Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, keppti um helgina á Norðurlandameistaramóti í tugþraut í flokki 16-17 ára. Dagur Fannar átti góðan fyrri dag en á seinni degi varð hann fyrir því óláni að fella byrjunarhæð i stangarstökki og missti þar af dýrmætum stigum. Dagur Fannar varð í 9.sæti í þrautinni með 5966 stig og bætti fyrra HSK met sitt í flokki 16-17 ára um 364 stig.
07.06.2019
Kvennalandslið Íslands kemst ekki á HM 2019 en það var ljóst eftir eins marks sigur gegn Spánverjum í gær. Fyrri leikurinn út í Malaga tapaðist með 9 mörkum, 35-26.
05.06.2019
Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í landslið Íslands í fjölþrautum sem keppir á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum um helgina.
05.06.2019
Kvennalið Selfoss tapaði 0-1 gegn Þór/KA í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. Stephany Mayor skoraði eina mark leiksins á 11.
05.06.2019
Selfoss hefur skráð meistaraflokk karla til leiks í Meistaradeild Evrópu. Selfoss vann sér rétt til þáttöku í Meistaradeildinni með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn en Ísland á rétt á einu sæti í deildinni eftir mikla velgengi í Evrópukeppnum á síðustu árum.