01.08.2017
Skoski framherjinn Leighton McIntosh skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss út sumarið, með möguleika á framlengingu næsta tímabil.McIntosh mun fylla skarð framherjans Alfi Conteh-Lacalle sem var sendur heim á dögunum, en hann náði ekki að blómstra í Selfossbúningnum.McIntosh hóf atvinnumannaferil sinn hjá Dundee United í Skotlandi en síðustu tvö ár hefur hann leikið með Peterhead í skosku C-deildinni og skorað þar 20 mörk í 58 leikjum.Nánar er fjallað um feril McIntosh á vef .---Jón Steindór Sveinsson, varaformaður knattspyrnudeildarinnar og Leighton McIntosh handsala samninginn.
Ljósmynd: Umf.
01.08.2017
Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.
01.08.2017
Alþjóðlega Rey Cup mótið fór fram í Laugardalnum í Reykjavík um helgina og tóku fjögur lið frá Selfossi þátt auk þess sem sameiginlegt lið Selfoss og Sindra tók þátt í 3.
31.07.2017
HSK sendi vaska sveit til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á Laugardalsvelli um liðna helgi. HSK-liðið var mjög ungt í ár en meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn hjá kvennaliðinu.
31.07.2017
Selfyssingarnir styrktu stöðu sína í toppbaráttunni í 1. deild með öruggum 4-0 heimasigri á botnliði Tindastóls á föstudag.Alex Alugas skoraði eina mark fyrri hálfleiks strax á upphafsmínútum leiksins.
31.07.2017
Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 24. ágúst og föstudaginn 25. ágúst. Kennt er einu sinni í viku í níu vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga
Klukkan 17:15 Námskeið 2 (ca 7-14 mánaða)
Klukkan 18:00 Námskeið 4 (ca 2-4 ára)
Klukkan 18:45 Námskeið 5 (ca 4-6 ára)
Klukkan 19:30 ByrjendurFöstudaga
Klukkan 15:45 Sundskóli (börn frá 5 ára og eldri án foreldra)
Klukkan 16:30 Námskeið 3 (ca 1-2 ára)
Klukkan 17:15 Námskeið 4 (ca 2-4 ára)
Klukkan 18:00 Námskeið 5 (ca 4-6 ára)Ef það fyllist í þessa hópa þá bætast við laugardagshópar.Skráning og upplýsingar á og í síma 848-1626Guðbjörg H.
31.07.2017
Afhending á HSK treyjum fyrir keppendur sem eru að fara á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina verður í Selinu á Selfossi mánudaginn 31.
28.07.2017
Strákarnir unnu öruggan 2-0 útisigur á Gróttu í Inkasso-deildinni í gær.Það var Elvar Ingi Vignisson sem skoraði bæði mörk Selfyssinga, hvort í sínum hálfleiknum.
27.07.2017
Knattspyrnustúlkurnar okkar úr fimmta, sjötta og sjöunda flokki tóku þátt á flottu Símamóti helgina 13.-15. júlí.Rúmlega 50 stelpur kepptu fyrir hönd Selfoss og voru frábærir fulltrúar félagsins.