06.07.2017
Handknattleiksdeild er svo lánsöm að eiga mikið af ungu efnilegu og jafnvel góðu fólki sem hefur verið valið til keppni fyrir Íslands hönd á hinum ýmsustu mótum í sumar.
04.07.2017
HSK/SELFOSS sendi öflugt lið til keppni á Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var í Kópavogi 24.-25. júní. Við vorum með langflesta keppendur á mótinu enda fór það svo að liðið stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni með 1.301 stig en næsta félag var með 377 stig.Einnig er keppt til verðlauna fyrir hvern flokk fyrir sig og er skemmst frá því að segja að af átta mögulegum unnum við sjö flokka, 11 ára stráka og stelpur, 12 ára stráka og stelpur, 13 ára stráka og 14 ára stráka og stelpur.
03.07.2017
Ástþór Jón Tryggvason Umf Selfoss sigraði í 2.000 m hindrunarhlaupi í flokki 19 ára á Gautaborgarleikunum í frjálsum iþróttum sem fram fóru helgina 30.
03.07.2017
Selfoss vann mikilvægan sigur á Hömrunum í toppbaráttu 1. deildar kvenna í knattspyrnu, í Boganum á Akureyri á laugardag.
Selfoss komst í 2-0 í fyrri hálfleik.
03.07.2017
Selfoss og Fram gerðu 1-1 jafntefli í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum á Selfossi á föstudag.
Alfi Conteh-Lacalle skoraði fyrir Selfoss á 12.
03.07.2017
Strákarnir í 7. flokki tóku þátt í Norðurálsmótinu á Akranesi í lok júní en nærri 40 strákar í fimm liðum tóku þátt. Iðkendur og foreldrar voru félaginu svo sannarlega til sóma og sumir hittu meira að segja .Ljósmyndir frá foreldrum.
30.06.2017
Ákveðið hefur verið að framlengja forskráningu um eina viku, henni lýkur því sunnudaginn 9. júlí.Allir þeir sem skrá sig í forskráningu eru í forgangi í hópa hjá deildinni.
30.06.2017
Það var mikil gleði hjá iðkendum Selfoss í vikunni þegar tvær af okkar bestu fyrirmyndum litu óvænt við á æfingu yngri iðkenda í handboltaskólanum.Tveit af landsliðsmönnunum okkar frá Selfossi, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, mættu og hittu krakkana og tóku meðal annars vítakeppni með þeim.
29.06.2017
Selfyssingurinn Bárbara Sól Gísladóttir heldur í dag til Finnlands þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri.Ísland er í riðli með Finnlandi, Frakklandi og Svíþjóð og leikur í Oulu í Finnlandi.
29.06.2017
Mánudaginn 3. júlí hefst tveggja vikna EM námskeið í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa og er lögð áhersla á grunntækni í bland við skemmtilega leiki og jákvæða upplifun.