08.06.2017
Stjórn fimleikadeildar Umf. Selfoss tilkynnir að búið er að ganga frá ráðningu Tönju Birgisdóttur sem yfirþjálfara á efsta stigi deildarinnar fyrir næsta fimleikatímabil. Tanja ætti að vera flestum vel kunnug enda hefur hún þjálfað hjá deildinni í mörg ár en færði sig yfir til Stjörnunnar sl.
08.06.2017
Systurnar Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís Þrastardætur hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss.Hrafnhildur Hanna hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið einn allra öflugasti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár og er orðin fastamaður í A-landsliði Íslands þar sem hún hefur spilað 22 landsleiki og skorað í þeim 47 mörk.Hulda Dís hefur, þrátt fyrir enn yngri aldur, verið fastamaður í liði Selfoss undanfarin ár og er einn allra sterkasti varnarmaður deildarinnar.Handknattleiksdeild Selfoss fagnar því að þær systur skuli halda tryggð við sitt heimafélag og hlakkar til næsta vetrar með þær innanborðs.Frekari frétta af leikmannamálum hjá Selfoss er að vænta á næstu dögum.MM/KÓM
07.06.2017
Handknattleiksdeild Selfoss kynnir til leiks nýtt þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Örn Þrastarson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari og honum til halds og trausts verður Rúnar Hjálmarsson.Örn og Rúnar eru öllum Selfyssingum af góðu kunnir enda hafa þeir starfað fyrir félagið í mörg ár.
06.06.2017
Stelpurnar okkar unnu góðan 1-4 útisigur á Tindastóli í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær.Erna Guðjónsdóttir kom Selfyssingum á bragðið strax á 5.
06.06.2017
Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á HK í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á Selfossi á laugardag. Það var Alfi Conteh sem skoraði eina mark leiksins.Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en fengu ekki mörg færi.
06.06.2017
Síðasti hluti minningamóts fór fram á síðasta fimmtudag en þar sýndu yngstu iðkendur deildarinnar listir sínar. Mótið var þrír hlutar og þar gerðu iðkendur æfingar sem þau hafa verið að æfa í vetur.
06.06.2017
Bæði lið Selfyssinga eru úr leik í Borgunarbikarnum í knattspyrnu en liðin töpuðu leikjum sínum í 16-liða úrslitunum í seinustu viku.Í karlaflokki sóttu Selfyssingar Íslandsmeistara FH heim í bráðfjörugum leik í Kaplakrika.
06.06.2017
Smáþjóðleikarnir fór fram í San Marínó í seinustu viku og voru þrír Selfyssingar meðal keppenda. Félagarnir og millivegalengdahlauparinn Kristinn Þór Kristinsson í 800 og 1.500 metra hlaupum auk 4x400 m boðhlaups.Grímur með bronsGrímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki.
05.06.2017
Sumaræfingar í frjálsum hófust mánudaginn 29. maí og eru allir velkomnir að taka þátt í skemmtilegum æfingum. Æft er í fjórum aldurskiptum hópum.Hópur 1: Fædd 2010 - 2012Mánudaga kl.
04.06.2017
Þó að formlegri handknattleiksvertíð sé lokið er nóg að gerast innan handknattleiksdeildarinnar. Nú síðast var samið við landsliðskonuna Perlu Ruth um áframhaldandi veru innan félagsins en hún var einn af sterkustu leikmönnum Olís-deildar kvenna á síðasta tímabili.Perla Ruth hefur ekki æft handbolta lengi en hún hefur vakið mikla athygli í deild þeirra bestu fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á vellinum.Hún var á dögunum valin í æfingabúðir A-landsliðsins og mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í landsliðinu.