Knattspyrnusumarið hefst í dag

Sumarvertíðin hjá knattspyrnufólkinu okkar hefst formlega í dag, föstudaginn 28. apríl, þegar karlalið Selfoss tekur á móti Kormáki/Hvöt í Borgunarbikarnum á Jáverk-vellinum kl.

Byrjendanámskeið í ungbarnasundi

Nýtt byrjendanámskeið í ungbarnasundi, Guggusundi, hefst laugardaginn 6. maí.Skráning er hafin á netfanginu  eða í síma 848-1626.Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H.

Patrekur á Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert þriggja ára samning við Patrek Jóhannesson um þjálfun meistaraflokks karla á Selfossi. Patrekur mun einnig verða framkvæmdastjóri handboltaakademíu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Patrekur er boðinn velkominn til starfa á Selfossi.

Kristinn Þór annar í víðavangshlaupi ÍR

Kristinn Þór Kristinsson, liðsmaður Umf. Selfoss, varð annar í víðavangshlaupi ÍR sem fór fram í 102. sinn á sumardaginn fyrsta, en hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi.Kristinn Þór varð annar í karlaflokki, en hann hljóp á 15;55 mín.

Fjöldi fólks hljóp fyrsta Grýlupottahlaup ársins

Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2017 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 22. apríl. Þátttakendur voru rétt um 150 sem er heldur meiri fjöldi en undanfarin ár og ljóst að þetta skemmtilega hlaup nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga.

Ólafur sæmdur silfurmerki HSK

Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK var haldinn Selinu á Selfossi 28. mars sl. Samkvæmt mættu um 20 manns á fundinn frá átta aðildarfélögum ráðsins.Á fundinum var rætt um starfsemi liðins árs, sem hefur verið kröftugt, en ráðið heldur fjölda héraðsmóta og þá hélt ráðið eitt meistaramót fyrir FRÍ.

Tilboðsdagur Jako í Tíbrá

Þriðjudaginn 2. maí verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla og æfingasettum sem eru í boði á sama verði og á síðasta ári.Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þennan eina dag.

Alexis Rossi í Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en bandaríski leikmaðurinn Alexis Rossi hefur samið við félagið til tveggja ára. Rossi, sem er 23 ára, er varnarmaður en samkvæmt Alfreð Elías Jóhannssyni, þjálfara Selfoss, getur hún leyst fleiri stöður á vellinum. „Hún spilaði æfingaleik með okkur fyrir skömmu þar sem hún lék sem miðvörður í fyrri hálfleik og sóknarmaður í seinni hálfleik.

Selfoss komið í úrslit í umspilinu

Eftir tvo sigurleiki á móti HK er Selfoss komið í úrslit í baráttunni um áframhaldandi sæti í Olís-deild kvenna. Seinni leikur liðanna fór fram í Digranesi í gær.Leikurinn var svipaður og fyrri leikur liðanna, Selfoss hafði frumkvæðið en náði aldrei að hrista HK almennilega af sér.

Öruggur sigur á HK

Selfoss vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Vallaskóla í fyrsta leik umspilsins um sæti í Olís deild kvenna í gær. Mikil barátta var í leiknum enda mikið undir fyrir bæði lið og bar leikurinn þess merki þar sem nokkuð var um tapaða bolta og mistök.HK skoraði fyrsta mark leiksins en Selfoss átti næstu fjögur mörkin og staðan orðin 4-1 eftir sjö mínútur.