17.04.2017
Grýlupottahlaup Selfoss 2017 hefst laugardaginn 22. apríl næstkomandi. Er þetta í 48. skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.
13.04.2017
Selfoss hefur lokið leik í Olís-deild karla á þessu keppnistímabili eftir tap gegn Aftureldingu í tveimur leikjum í úrslitakeppninni.Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í æsispennandi seinni leik liðanna sem fram fór á Selfossi í gær en að henni lokinni hafði Afturelding tryggt sér nauman sigur 31-33 og sæti áfram í undanúrslit.
13.04.2017
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við sóknarmanninn Elvar Inga Vignisson. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag.Elvar Ingi kemur til Selfoss frá ÍBV en hann lék sextán leiki með Eyjamönnum í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk.Elvar Ingi er 22 ára sóknar- og kantmaður.
12.04.2017
Í dag drógu fulltrúar handknattleiksdeildar ásamt fulltrúa sýslumanns út 77 vinninga í páskahappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss.Stærstu vinningarnir komu á þessi númer
1.
11.04.2017
Selfyssingar náðu góðum árangri í Lengjubikarnum í knattspyrnu í ár en liðið komst í fjórðungsúrslit þar sem strákarnir okkar mættu KA-mönnum á Akureyri í gær.Það var Alfi Conteh sem kom Selfyssingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 41.
11.04.2017
Selfyssingar þurfa svo sannarlega á stuðningi að halda þegar þeir mæta Aftureldingu í öðrum leik liðanna í úrslitakeppi Olís-deildarinnar í Vallaskóla á morgun klukkan 19:30.Í fyrsta leik liðinna í gær töpuðu Selfyssingar með 14 marka mun 31-17 þrátt fyrir að hafa verið yfir í hálfleik 8-9 og betra liðið í leiknum.
10.04.2017
Hið árlega páskaeggjabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið þriðjudaginn 11. apríl kl. 19.30 í íþróttahúsinu Iðu.Fjöldinn allur af páskaeggjum, af öllum stærðum og gerðum, í vinninga.Veitingasala á staðnum.
10.04.2017
Þjálfarar liðanna í Olís-deild karla völdu Elvar Örn Jónsson, leikstjórnanda Selfyssinga og okkar markahæsta leikmann, sem í Olís-deildinni í vetur.---Elvar Örn er annar frá vinstri í fögrum flokki úrvalsleikmanna Olís-deildarinnar.
Ljósmynd: HSÍ
10.04.2017
Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.-7. apríl 2017. Greinilegt var á umræðu ungs fólks á ráðstefnunni að mikill munur er á störfum ungmennaráða almennt.
10.04.2017
Kvennalið Selfoss vann öruggan sigur á botnliði Fylkis þegar liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna á Selfossi á laugardag.Selfoss hafði undirtökin í fyrri hálfleik og leiddu 12-11 í hálfleik.