Sætur sigur í Breiðholtinu

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Selfyssingum sætan útisigur á ÍR í Inkasso-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Selfoss sigraði 1-3. ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum og komust yfir strax á 9.

Perla Ruth með landsliðinu til Danmerkur

Selfyssingurinn Perla Ruth Albertsdóttir er annar tveggja nýliða sem Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna valdi í til að taka þátt í æfingum og leikjum í Reykjavik og Kaupmannahöfn dagana 24.-30.

Elvar Örn framlengir við Selfoss

Elvar Örn Jónsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Elvar Örn, sem er 19 ára, var valinn miðjumaður ársins í Olís-deildinni á síðasta keppnistímabili.Hann er fastamaður í U-21 landsliði Íslands sem hefur leik á HM í Alsír nk.

Jón Daði til Reading

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnufélagið Reading FC sem leikur í Championship deildinni á Englandi. Frá þessu er greint á vef .

Áslaug Dóra og Guðmundur í knattspyrnuskóla KSÍ

Selfyssingarnir Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Guðmundur Tyrfingsson hafa verið valin til að taka þátt í knattspyrnuskóla KSÍ sem verður í Garði í ár og fer fram dagana 19.-21.

Frisbígolf á Selfossvelli

Búið er að setja upp nýjan níu holu frisbígolfvöll við íþrótta­völl­inn og Gesthús á Selfossi. Völl­urinn er tilbúinn og öllum opinn til spilunar en eftir er að sem sýna brautirnar en það verður gert innan tíðar.Fleiri frisbígolfvellir eru vænt­an­legir í Sveitarfélaginu Árborg.

Brons hjá Guðjóni Baldri

Guðjón Baldur Ómarsson og félagar í U-17 ára landsliði Íslands tryggðu sér þriðja sætið á European Open með sigri á Noregi í Scandinavium höllinni í Gautaborg.Þriðja sæti á European Open verður að teljast frábær árangur liðinu, strákarnir uxu með hverjum leik og mynduðu frábæra liðsheild sem hjálpaði þeim í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum í mótinu.Næsta verkefni U-17 ára landsliðs karla er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í lok júlí en þangað fer annar hópur leikmanna sem inniheldur Selfyssinginn Hauk Þrastarson.

Alex Alugas í Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Alex Alugas og mun hún leika með liði Selfoss í 1. deild kvenna út sumarið. Alugas er 23 ára en hún lék með Sindra á Hornafirði í 1.

Ekkert gaman á Gaman Ferða-vellinum

Selfoss varð af mikilvægum stigum í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið tapaði fyrir Haukum, 2-1, á Gaman Ferða-vellinum í Hafnarfirði. Haukar komust yfir strax á 7.

Skráning í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráning er í fullum gangi á. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 3.-6. ágúst en það er Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið með UMFÍ að þessu sinni. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald.