Ragnarsmótið 2016

Ragnarsmótið árið 2016 hefst í íþróttahúsi Vallaskóla þriðjudaginn 16. ágúst. Það er stelpurnar sem ríða á vaðið en auk heimakvenna taka Fylkir, Haukar og Valur þátt.

Kristinn Þór og Agnes bikarmeistarar - HSK í þriðja sæti

HSK lið fullorðinna varð glæsilega í þriðja sæti í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) sem fór fram á Laugardalsvelli um liðna helgi.

Metþáttaka á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Keppnislið HSK hefur aldrei verið fjölmennara á unglingalandsmóti utan héraðs, en 198 keppendur tóku þátt.

Stelpurnar sýndu mikinn styrk gegn Íslandsmeisturunum

Stelpurnar okkar sýndu svo sannarlega hvers þær eru megnugar þegar þær sóttu Íslandsmeistara Breiðabliks heim í Kópavoginn í gær.

Selfyssingar leiknari en Leiknir

Selfyssingar sóttu þrjú afar góð stig í Breiðholtið þegar þeir heimsóttu Leikni í Inkasso-deildinni í gær.Strákarnir okkar yfirspiluðu heimamenn í leiknum og voru það JC Mack, Pachu og Ingi Rafn Ingibergsson sem skoruðu mörkin í 0-3 sigri.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndaveisla frá leiknum er á vef .Selfyssingar enn í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig en sækja hart að liðunum fyrir ofan sig.

Zoran Ivic til liðs við Selfoss

Hinn reyndi þjálfari Zoran Ivic mun ganga til liðs við handknattleiksdeild Selfoss á komandi tímabili og meðal annars starfa í þjálfarateymi kvennaliðs félagsins. Að sögn Magnúsar Matthíassonar, formanns deildarinnar, eru viðræður við Ivic á lokastigi og verður samningur undirritaður á næstu dögum.

ÓB-mótið hefst á morgun

Flautað verður til leiks í fyrstu leikjum á ÓB-mótinu 2016 klukkan 14.00 á morgun, þá verður spilað hraðmót til að getuskipta liðunum fyrir riðlakeppnina sem fer fram á laugardag og sunnudag.Hægt er að fylgjast með gangi mála á nýrri heimasíðu mótsins.

Egill Blöndal undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramótið

Egill Blöndal undirbýr sig nú undir Evrópumeistaramót Juniora U21 eða keppendur yngri en 21 árs sem fer fram á Malaga á Spáni helgina 16.-17.

Brúarhlaup Selfoss á laugardag

Brúarhlaup Selfoss fer fram á laugardag í tengslum við bæjarhátíðina Sumar á Selfossi. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi.

Teo og Daniel farnir heim

Knattspyrnudeild Selfoss hefur komist að samkomulagi við Teo Tirado og Daniel Hatfield um að þeir hætti að leika með liði félagsins í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.Daniel hefur samið við félag í Englandi en Teo þarf að fara heim af fjölskylduástæðum.Teo spilaði 16 leiki fyrir Selfoss í sumar í deild og bikar og skoraði fjögur mörk.