20.07.2015
Selfyssingar héldu vestur á Ísafjörð á laugardag þar sem þeir mættu gjörbreyttu liði BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni. Liðin skiptu með sér stigum í leiknum eftir nokkrar sviptingar.Það var Elton Renato Livramento Barros sem dró vagninn í annars jöfnu liði Selfyssinga en hann skoraði fyrsta mark leiksins á 17.
16.07.2015
Það var rífandi stemming hjá strákunum í 5. flokki sem tóku þátt í á Akureyri fyrir rúmri viku. Veðrið lék við strákana sem sýndu listir sínar jafnt innan vallar sem utan.
15.07.2015
Helgi Hlynsson (24) og handknattleiksdeild undirrituðu í dag samning til eins árs. Handknattleiksdeild fagnar því að Helgi skuli endurnýja samning sinn við deildina og væntir mikils af honum.Ljóst að deildin ætti ekki að vera á flæðiskeri stödd með þetta góða markmenn innan borðs.MM.
15.07.2015
Selfoss tók á móti Fylki í Pepsi-deildinni í gær og fór leikurinn fram á JÁVERK-vellinum.Þrátt fyrir mikla yfirburði á vellinum allan tímann voru það stelpurnar úr Árbænum sem fögnuðu 0-1 sigri.
14.07.2015
Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2005-2010) hefst á mánudag og verður staðsett í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 868-3474.
14.07.2015
Brúarhlaup Selfoss 2015 fer fram laugardaginn 8. ágúst. Ræst verður við Ölfusárbrú. og í miðbæjargarði Selfoss þar sem allir þátttakendur koma í mark.
14.07.2015
Í fyrsta leiknum undir stjórn Gunnars Borgþórssonar í gær gerðu Selfyssingar sér lítið fyrir og lögðu topplið Þróttara, 2-0, í 11.
14.07.2015
Handknattleiksdeild Selfoss hefur framlengt samninga fjögurra leikmanna til ársins 2017.Um er að ræða báða markverði liðsins þær Áslaugu Ýr Bragadóttir (22) og Katrínu Ósk Magnúsdóttir (18). Auk þess hefur hin öfluga vinstri skytta liðsins Kristrún Steinþórsdóttir (21) framlengt og einnig miðjumaðurinn Hulda Dís Þrastardóttir (17).Handknattleiksdeildin er afskaplega ánægð með að þessar stúlkur skuli hafa trú á áframhaldandi uppbyggingu kvennaboltans og þakkar þeim fyrir þeirra þátt við eflingu handboltans.Það er óneitanlega afskaplega gaman að sjá þessar stelpur framlengja samninga sína hverja á fætur annarri, þær hafa augljóslega trú á framtíðinni, eins og allir aðrir unnendur handbolta hér á Selfossi ættu að hafa.MM
13.07.2015
Dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarins í seinustu viku og liggur fyrir að Selfoss tekur á móti Valskonum á JÁVERK-vellinum laugardaginn 25.
13.07.2015
fyrir leik Selfoss og Þrótt í 1. deildinni er tilbúin.
Leikurinn fer fram á JÁVERK-vellinum í kvöld kl. 19:15.
Grill og gaman á vellinum.