30.06.2015
Stelpurnar okkar tóku á móti KR-ingum á JÁVERK-vellinum á Selfossi í gær.Fyrirfram var reiknað með þægilegum leik gegn KR en annað kom á daginn og máttu Selfyssingar að lokum þakka fyrir annað stigið úr leiknum þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum.
29.06.2015
Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram með glæsibrag á Selfossvelli um helgina þar sem 244 ungmenni voru skráð til leiks. Umgjörð, skipulagning og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá heimamönnum í HSK/Selfoss.Glæsilegur árangur náðist á mótinu en alls var um að ræða 277 persónulegar bætingar og þar af þrjú Íslandsmet.
29.06.2015
Selfyssingar tóku á móti Haukum í áttundu umferð 1. deildarinnar fyrir fyrir helgi.Líkt og í leiknum gegn Fjarðabyggð í næstu umferð á undan réðust úrslit leiksins undir lok fyrri hálfleiks þegar Selfyssingar misstu einbeitinguna eftir hornspyrnu Hafnfirðinga sem komu boltanum í net okkar pilta.
27.06.2015
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ sem fram fer á Selfossi hefst strax að loknu Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer um helgina. Skólinn er settur á mánudag og stendur fram á fimmtudag 2.
26.06.2015
Sunddeild Umf. Selfoss óskar eftir að ráða sundþjálfara til starfa.Starfið felst í þjálfun barna og unglinga ásamt öðrum verkefnum sem falla undir starfssvið þjálfara s.s.
25.06.2015
Það verður mikið um að vera á Selfossvelli um helgina þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið. Mótið fer fram laugardag og sunnudag og hefst kl.
25.06.2015
Nú liggur fyrir að Dagný Brynjarsdóttir klárar keppnistímabilið með Selfoss en hún hefur verið einn af máttarstólpunum í liðinu í sumar.Þetta er afar ánægjulegt þar sem Dagný velur Selfoss fram yfir tilboð sem henni barst frá Noregi og Svíþjóð.
25.06.2015
Hópur stúlkna og drengja úr meistaraflokkum Fimleikadeildar Selfoss fóru í æfingabúðir til Danmerkur dagana 15.-21. júní.Hópurinn hélt utan á mánudagsmorgni og ferðinni var heitið til Herning á Jótlandi þar sem Mads Pind einn af þjálfurum Selfoss æfði.
24.06.2015
Stelpurnar okkar mættu topliði Breiðabliks á útivelli í gær.Það er óhætt að segja að spennan hafi verið í hámarki og mikið undir í leiknum.
24.06.2015
Það var glæsilegur hópur nærri 40 krakka sem tóku þátt í handboltaskóla Selfoss sem Örn Þrastarson stjórnaði af mikilli röggsemi í júní.