Selfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki

Strákarnir á eldra ári í 6. flokki fóru með þrjú lið á Akureyri um seinustu helgi. Öll liðin léku frábærlega og urðu Selfoss 1 og Selfoss 2 deildarmeistarar.

Úrslit í öðru Grýlupottahlaupinu 2015

Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 25. apríl. Þátttakendur voru 154 sem er töluverð fjölgun frá fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að hitastigið hækki eftir því sem líður á vorið. Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir, 3:11 mín og hjá strákunum var það Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:33 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr hlaupinu má finna á .Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 2.

Þór Íslandsmeistari

Íslandsmót Seniora 15 ára og eldri var haldið laugardaginn 25. apríl í Laugardalshöll. Júdódeild Selfoss sendi fimm júdókappa og allir náðu þeir á verðlaunapall.Þór Davíðsson varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki sem var gífurlega jafn og sterkur flokkur.

Innanfélagsmót í sundi

Sunddeild Selfoss heldur innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss þriðjudaginn 28. apríl. Upphitun hefst kl 18.10 og mótið verður sett kl 18.30.Keppt er  í öllum aldurshópum og verða þátttökuverðlaun veitt 10 ára og yngri en viðurkenningar fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir þau eldri.Gert er ráð fyrir að mótið standi í tvo tíma.

Selfossstelpur leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

Stelpurnar í 3. flokki spiluðu við KA/Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í gær, sunnudag. Vitað var að um erfiðan leik yrði að ræða enda höfðu þessi lið háð spennandi leiki í þrígang áður í vetur.Jafnræði var með liðum framan af en stelpurnar okkar þó með 1-2 marka forystu, spiluðu sína þekktu góðu vörn og með trausta markvörslu fyrir aftan sig.

Selfyssingar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Stelpurnar í meistaraflokki í knattspyrnu tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins með 4-2 sigri á ÍBV á JÁVERK-vellinum í seinustu viku.

Elvar með U-19 til Rússlands

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson hefur verið valinn í hóp U-19 ára landsliðs karla sem tekur þátt í European Open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar.Þjálfari liðsins er Einar Guðmundsson.

12 keppendur - 12 verðlaun

Laugardaginn 25. apríl var Barnabikarmót TKÍ haldið í Ármanssheimilinu. Frá Taekwondodeild Selfoss mættu 12 keppendur sem öll stóðu sig mjög vel.Það var sérstaklega tekið eftir því hversu prúð og stillt þau voru og þau voru alltaf tilbúin þegar þau áttu að keppa, hið sama er ekki hægt að segja um öll lið. Margir keppenda voru að keppa í fyrsta sinn og fer þetta beint í reynslubankann þeirra. Sigurður Hjaltason og Magnús Ari Melsteð lentu í sama flokki eins og oft áður og kepptu síðan til úrslita þar sem Sigurður hafði betur. Allir aðrir keppendur frá Selfossi lentu í verðlaunasæti og skiptust verðlaunin svona: Gullverðlaun hrepptu: Björn Jóel Björgvinsson, Sigurður Hjaltason og Viktor Kári Garðarsson. Silfurverðlaun hrepptu: Eva Margrét Þráinsdóttir, Hugdís Erla Jóhannsdóttir, Óðinn Magnússon, Ísak Guðnason og Magnús Ari Melsteð. Bronsverðlaun hrepptu: Óskar Ingi Helgason, Þór Davíðsson, Fannar Máni Björgvinsson og Alma Sóley Kristinsdóttir. PJ.

Lokahóf í handbolta

Lokahóf handknattleiksdeildar verður laugardaginn 2. maí í Hótel Selfossi. Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði, ball og fleira.

Byrjendanámskeið í ungbarnasundi

Nýtt námskeið fyrir byrjendur í ungbarnasundi hefst laugardaginn 25. apríl. Kennt verður út maí á laugardögum klukkan 10 fyrir hádegi og einnig fimmtudaginn 14.