06.02.2015
Það er nóg um að vera hjá yngri flokkunum í handbolta um þessar mundir. Um seinustu helgi kepptu krakkar á yngri ári í 5. og 6. flokki og nú um helgina er komið að eldra árinu auk þess sem 7.
06.02.2015
Leikið verður í Fótbolta.net mótinu. Í kvöld mætast Selfoss og Grótta í leik um 3. sæti B-deildar á Fótbolta.net mótinu of fer leikurinn fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.
06.02.2015
Meistaraflokkur kvenna fór tómhentur heim úr Árbænum eftir tap á móti Fylki, 21-17. Selfoss byrjaði á fullum dampi og náði forystu en Fylkir náði að jafna og komast yfir fyrir lok hálfleiksins.
04.02.2015
800 keppendur mættu til leiks á Stórmóti ÍR sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 31. janúar til 1. febrúar.Í flokki 14 ára og yngri stóðu Selfosskrakkarnir sig mjög vel, settu eitt HSK met og unnu til fjölda verðlauna.
02.02.2015
Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-19 ára landsliðs kvenna sem kemur saman til æfinga í mars. Selfoss á fjóra fulltrúa í þessum tuttugu manna hópi, eða flesta iðkendur einstakra liða.
02.02.2015
Meistaraflokkur kvenna tapaði á móti Haukum um helgina, 23-27. Selfoss byrjaði leikinn illa og Haukar komust í góða forystu strax í upphafi leiks.
02.02.2015
Það eru hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Selfoss sem voru valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara 7.–8. febrúar næstkomandi.
31.01.2015
Norðurlandamótið í taekwondo fór fram um helgina. Umf. Selfoss átti fimm fulltrúa á mótinu og komust þeir allir á verðlaunapall.Daníel Jens Pétursson Norðurlandameistari 2015
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir Norðurlandameistari 2015
Gunnar Snorri Svanþórsson Norðurlandameistari 2015
Dagný María Pétursdóttir silfurverðlaun
Kristín Björg Hrólfsdóttir bronsverðlaun.Allir í Selfossliðinu þurftu að hafa mikið fyrir sínum verðlaunum og kepptu allir í fjölmennum flokkum.Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.PJ---Frá vinstri: Daníel Jens, Dagný María, Master Sigursteinn, Gunnar Snorri, Kristin Björg og Ingibjörg Erla.
Umf.
31.01.2015
Seinni dagur héraðsmóts HSK í frjálsum í flokki fullorðinna fór fram síðastliðið mánudagskvöld í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.Frá þessu er greint á en þar kemur einnig fram að gott samstarfi var við Frjálsíþróttadeild FH um framkvæmd þessara móta og eru væntingar um frekara samtarf í framtíðinni.Selfyssingurinn Ólafur Guðmundsson heldur áfram að setja HSK met í sínum aldursflokki, en hann setti ellefu HSK met á fyrri degi og þar af tvö Íslandsmet.
30.01.2015
Um seinustu helgi fór þeir Þór Davíðsson og Egill Blöndal til æfinga í Tékklandi ásamt þeim Breka Bernharðssyni og Karli Stefánssyni frá Draupni og Loga Haraldssyni frá JR.Þeir munu feta í fótspor Þormóðs Jónssonar sem margoft hefur verið í Prag við æfingar en næstu tvo til fjóra mánuði munu þeir æfa í Folimanka höllinni sem er æfingastaður sterkasta júdóklúbbs Tékklands og sækja mót frá Prag.Það er góðvinur júdóhreyfingarinnar á Íslandi, Michal Vachum varaforseti EJU og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands sem hefur ásamt Petr Lacina landsliðsþjálfara Tékka hjálpað til við að koma þessu í kring og munu þeir verða hópnum innan handar á meðan á dvöl þeirra í Tékklandi stendur.Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Þór og Egil og óskum við þeim alls hins besta við æfingar og keppni næstu mánuði.Sjá nánar í frétt á .---Á myndinni eru Egill og Þór þegar þeir voru við æfingar í Danmörku sl.