Úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 30.

Nýr leikmaður í raðir Selfoss

Egill Eiríksson hefur skrifað undir lánssamning við Handknattleiksdeild Selfoss. Egill er uppalinn hjá Haukum og verður lánaður austur fyrir fjall þangað til í vor en Selfyssingar eru í hörku baráttu um sæti í efstu deild.

Ingi Rafn framlengir um tvö ár

Knattspyrnudeildin hefur gengið frá tveggja ára samningi við Stokkseyringinnn Inga Rafn Ingibergsson. Það er gríðarleg ánægja innan knattspyrnudeildar með að hafa tryggt hæfileika Inga Rafns á Selfossi enda smitar leikgleði Inga í hópinn og langt upp í áhorfendastúku.

Jafntefli á móti sprækum Akureyringum

Meistaraflokkur karla gerði jafntefli á móti hörku góðu liði Hamranna á Akureyri, 24-24. Selfyssingar byrjuðu leikinn illa og lentu undir en tókst smá saman að vinna sig inn í leikinn og jafna í stöðunni 8-8.

Tap á móti Val

Meistaraflokkur kvenna í handbolta spilaði sinn fyrsta leik eftir jólafrí nú um helgina þegar þær fengu Val í heimsókn. Fyrirfram mátti búast við jöfnum og spennandi leik sem varð raunin.

Gumma leikur með U23 gegn Póllandi

Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, hefur verið valin á landsliðsæfingar U23 kvenna sem fram fara í Kórnum 10. janúar og Egilshöll degi seinna.

Elva Rún leikur með U-15 gegn Skotum

Um helgina leikur u-15 ára landslið kvenna tvo vináttulandsleiki gegn Skotum hér á Íslandi.Selfyssingurinn Elva Rún Óskarsdóttir er í landsliðshópnum sem leikur fyrri leik liðanna á morgun, laugardag, kl.12.30 í Mýrinni í Garðabæ.

150 milljóna risapottur á nýju ári

Íslenskar getraunir hefja nýtt ár með látum og bjóða upp á risapott í Enska boltanum. Bætt verður við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta og tryggt að hún verði um 150 milljónir króna (9.5 milljónir SEK).Það er því ástæða til að skoða Enska getraunaseðilinn vel og tippa áður en lokað verður fyrir sölu kl.

Þrettándagleðin verður föstudaginn 9. janúar

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði föstudaginn 9. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Selfoss sækir Hauka heim

Í hádeginu í dag var dregið í fjórðungsúrslit í Coca Cola bikarnum.Stelpurnar okkar sækja Hauka heim í Hafnarfjörðinn og fer leikurinn fram í Schenkerhöllinni þriðjudaginn 10.