26.01.2015
Selfoss hefur gert þriggja ára samning við miðjumanninn Arnar Logi Sveinsson sem kemur til Selfyssinga eftir að hafa leikið með Ægi í yngri flokkunum.Arnar er fæddur árið 1997 en þrátt fyrir ungan aldur á hann níu leiki að baki í deild og bikar með Ægi en hann var einungis 14 ára þegar hann spilaði með liðinu í bikarnum árið 2011.Síðastliðið sumar spilaði Arnar Logi tvo leiki með Ægismönnum í 2.
26.01.2015
Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Selfyssingum í Pepsi deildinni sl. sumar hefur gengið til liðs við þýska stórliðið FC Bayern München.
26.01.2015
Um næstu helgi fara fimm aðilar frá Taekwondodeild Umf. Selfoss til keppni á Norðurlandamótinu í taekwondo.Kvintettinn frá Selfossi sem keppir fyrir Íslands hönd eru Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Krístín Björg Hrólfsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson. Þau voru öll valin af landsliðsþjálfara Íslands til að keppa á þessu mótinu.
26.01.2015
Fjórir Selfyssingar kepptu í júdó á RIG og komust þrír þeirra á pall.Bergur Pálson, Grímur Ívarsson og Egill Blöndal kepptu í -90 kg flokki.
25.01.2015
Meistaraflokkur kvenna er í baráttu um sæti í úrslitum og náðu þær í mikilvæg stig í Hafnafjörðinn um helgina. Þá unnu þær FH á útivelli í Olís deildinni, 23-25, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 9-10.
25.01.2015
Meistaraflokkur karla gerði góða ferð í Laugardalshöllina og unnu Þróttara nokkuð auðveldlega 21-28. Leikurinn var jafn á upphafsmínútunum en Selfyssingar náðu fljótt góðri forystu og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 11-16.
24.01.2015
Það er veisla í boði fyrir tippara um helgina. Á Enska getraunaseðlinum er risapottur áætlaður upp á 210 milljónir króna fyrir 13 rétta og gerist fyrsti vinningur vart stærri.
24.01.2015
Keppni á héraðsmóti fullorðinna í frjálsíþróttum hófst sl. mánudag, en mótið er nú haldið í nýju frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika.Það bar helst til tíðinda á mótinu að Ólafur Guðmundsson úr Umf.
23.01.2015
Laugardaginn 24. janúar stendur Fimleikadeild Selfoss fyrir komu Silju Úlfarsdóttur þjálfara sem ætlar að vera með æfingu í hlaupastíl og hlaupatækni með það að markmiði að ná sem mestu út úr hlaupi á trampólínið.Silja er fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum en hún hefur mikla reynslu af hlaupum en það var hennar áhersla á ferlinum.Um morguninn fara þjálfararnir í deildinni á fyrirlestur og í verklega kennslu en eftir hádegið verða tveir tímar fyrir iðkendur deildarinnar í hlaupaþjálfun og fræðslu um tækni og stíl í spretthlaupi sem nýtist á trampólínið.
23.01.2015
HSK mótið í júdó 15 ára og eldri fyrir árið 2014 var haldið í Sandvíkursal júdódeildarinnar 8. janúar. Alls voru 15 keppendur í þremur þyngdarflokkum auk opins flokks en nokkur forföll voru vegna meiðsla og veikinda.Margar spennandi og flottar viðureignir sáust og nokkur óvænt úrslit. Gaman var að sjá ungu keppendurna leggja þá eldri og reyndari.Hvetjum alla sem áhuga hafa á júdó og líkamsrækt að prófa að mæta á .Úrslit urðu eftirfarandi;-73 kg flokki
sæti Brynjólfur Ingvarsson
sæti Bjartþór Böðvarsson
sæti Hrafn Arnarson
-90 kg flokki
sæti Egill Blöndal
sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
sæti Þór Jónsson
+90 kg flokki
sæti Baldur Pálsson
sæti Úlfur Böðvarsson
sæti Bergur Pálsson
Í opnum flokki
sæti Egill Blöndal
sæti Guðmundur Tryggvi Ólafsson
sæti Brynjólfur Ingavarsson.