Unglingamót HSK

Unglingamót HSK í sundi fer fram í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 17. nóvember. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00.Keppnisflokkar eru eftirfarandi:Hnátur og hnokkar eru 10 ára og yngri (2003 og yngri).Sveinar og meyjar eru 11-12 ára (2001 - 2002).Telpur og drengir eru 13-14 ára (1999 -2000).Hver keppandi má synda þrjár greinar til stiga og verðlauna.

Úrtaksæfingar U17 og U19

Um komandi helgi verða úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og fara æfingarnar fram í Kórnum og í Egilshöll.Landsliðsþjálfararnir, Úlfar Hinriksson og Ólafur Þór Guðbjörnsson, völdu þrjá leikmenn Selfoss á æfingarnar.

Guðmunda lék sinn fyrsta landsleik

Það var stór stund í sögu knattspyrnunnar á Selfossi þegar Guðmunda Brynja Óladóttir lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Serbum í undankeppni HM í knattspyrnu fimmtudaginn 31.

Kjartan gaf gullin sín

Á herrakvöldi knattspyrnudeildar sem haldið var í Hvítahúsinu sl. föstudag afhenti Kjartan Björnsson minjanefnd Ungmennafélagsins safn sitt sem spannar sögu knattspyrnunnar á Selfossi á ferli hans sem leikmaður, stjórnarmaður og dómari fyrir félagið.

Nýr bæklingur um eineltismál

Út er kominn nýr bæklingur um eineltismál sem er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Um er að ræða aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og er bæklingurinn byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi og gefinn út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingamyndir eineltis.

Selfoss tapaði í Kaplakrika

Á föstudagskvöld mættu stelpurnar okkar FH-ingum í Kaplakrika í Olísdeildinni. Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en góður kafli FH í síðari hálfleik tryggði liðinu sigur.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimakonur leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.

Vilja þjóðarleikvanginn í frjálsum á Selfoss

Sveitarfélagið Árborg vill að frjálsíþróttaleikvangurinn á Selfossi verði gerður að þjóðarleikvangi Íslendinga og mun fara fram á viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands þess efnis.

Dregið í bikarkeppni HSÍ

Á föstudag var dregið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Í 16 liða úrslitum kvenna dróst Selfoss á móti Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði 12.

Verðlaunaafhending Selfoss getrauna

Það voru rúmlega 80 manns sem mættu í glæsilegan dögurð hjá Selfoss getraunum fyrsta vetrardag. Við það tækifæri voru veitt verðlaun fyrir vorleik 2013 og bikarkeppnina sem er nýlokið.

Kyu móti fellur niður

Kyu móti JSÍ sem halda átti á morgun á Selfossi hefur því miður verið aflýst sökum lítillar þátttöku.