Daníel Karl framlengir

Daníel Karl Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Daníel, sem er aðeins 19 ára gamall, steig sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur og stimplaði sig þar rækilega inn.  Handknattleiksdeildin fagnar þessum tíðindum og verður gaman að fylgjast með Daníel og öllum þeim fjölmörgu ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp í yngriflokkastarfinu á Selfossi á komandi árum.Mynd: Umf.

Anna Björk í Selfoss

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi.

Leikurinn - Ár frá Íslandsmeistaratitli

Þann 22. maí næstkomandi er ár liðið frá stóra deginum okkar, þegar við lyftum okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli!   Að sjálfsögðu munum við halda upp á það.

Nökkvi áfram hjá Selfoss

Eyjamaðurinn Nökkvi Dan Elliðason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss.  Nökkvi, sem er 22 ára gamall, kom til liðsins í byrjun árs 2019 og var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Selfoss það ár.  Hann hefur glímt við meiðsli á nýliðnu tímabili og hefur þar af leiðandi ekki náð að sína sitt rétta andlit, hann var að ná vopnum sínum að ný þegar tímabilið var blásið af.  Handknattleiksdeildin fagnar því að Nökkvi skuli halda áfram hjá Selfoss og verður gaman að fá að fylgjast aftur með þessum gleðigjafa á næsta tímabili.Mynd: Umf.

Fréttabréf UMFÍ

Aðalfundur fimleikadeildar – Ný tímasetning

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss sem frestað var í mars vegna samkomubanns verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 25. maí klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir, Fimleikadeild Umf.

Sumaræfingar

Það verður líf og fjör hjá mótokrossdeild Selfoss í sumar eins og undanfarin ár en æfingar í mótokrossbrautinni hefjast í byrjun júní.Boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum.

Rakel Guðjónsdóttir framlengir

Rakel Guðjónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára. Rakel hefur verið lykilmaður í ungu og efnilegu liði meistaraflokks kvenna í Grill 66 deildinni í vetur.

Dregið í vorhappdrætti handknattleiksdeildar

Búið er að draga í vorhappdrætti handknattleiksdeildar Selfoss árið 2020. Fulltrúar handknattleiksdeildar drógu út 72 glæsilega vinninga að heildarverðmæti 1.127.857 kr í viðurvist sýslumanns.Efstu þrír vinningarnir komu á þessi númer 1.

Fréttabréf ÍSÍ - Hjólað í vinnuna