07.03.2020
Aðalfundur sunddeildar Selfoss fór fram mánudaginn 24. febrúar. Starf og rekstur deildarinnar er í blóma og var Guðmundur Pálsson endurkjörinn formaður.
04.03.2020
Aðalfundur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 11. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir,
Handknattleiksdeild Umf.
03.03.2020
Laugardaginn 7. mars verður Rafíþróttaskólinn í samvinnnu við rafíþróttanefnd Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz með opna vinnustofu um rafíþróttir í Tíbrá, félagsheimili Umf.
03.03.2020
Bílaleiga Akureyrar - Höldur og handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn en aðilarnir skrifuðu undir þriggja ára samning á dögunum. Þetta eru frábær tíðindi enda hefur Bílaleiga Akureyrar verið einn af stærstu styrktaraðilum deildarinnar í gegnum tíðina. Mynd: Bjarmi Skarphéðinsson umboðsaðili Bílaleigu Akureyrar á Selfossi og Einar Sindri varaformaður handknattleiksdeildar innsigla samninginn.
Umf.
02.03.2020
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vekur athygli á leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í tengslum við COVID-19 veirunnar og hvetur sambandsaðila að fylgjast með nýjustu uppfærslum varðandi skilgreiningar á áhættusvæðum.Þeir sambandsaðilar sem hyggja á ferðalög með íþróttahópa ættu að kynna sér allar upplýsingar varðandi smitsvæði á vefsíðu Embættis landlæknis.
02.03.2020
Helgina 8.-9. febrúar fóru 22 keppendur frá Íslandi og kepptu á Danish Open í Vejle. Júdódeild Selfoss sendi fimm keppendur á mótið en það voru Vésteinn Bjarnason, Hrafn Arnarsson, Böðvar Arnarsson, Jakub Tomczyk og Breki Bernharðsson einnig var Egill Blöndal með sem þjálfari.Vésteinn Bjarnason náði lengst af Íslendingunum, hann vann þrjár glímur en tapaði einni í u15 -60 kg flokki og fékk silfur.
02.03.2020
Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá mánudaginn 9. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir,
Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss.
29.02.2020
Dagur Fannar Einarsson Umf. Selfoss stórbætti sinn besta árangur í 200 metra hlaupi á þriðja Origo móti FH sem haldið var í Kaplakrika 29.
28.02.2020
Stelpurnar sigruðu í kvöld FH í Kaplakrika, 25-22. Þetta var uppgjör liðanna í 2. & 3. sæti Grill 66 deildarinnar þar sem baráttan um sæti beint upp í Olísdeild lifir enn með þessum úrslitum.Þessi stórleikur stóð undir öllum væntingum og hart barist. Bæði lið léku mjög góða vörn og og var lítið skorað framan af. Gestirnir frá Selfossi náðu þó fljótt frumkvæðinu sem þær átti ekki eftir að láta af hendi. Munurinn nánast allan hálfleikinn 2-4 mörk og staðan í hálfleik 11-14. Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss leiddi en FH-ingar köstuðu ekki inn handklæðinu, minnkuðu muninn niður í eitt mark. Þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum sigldu Selfoss stelpur aftur framúr og kláruðu leikinn sterkt. Frábær sigur staðreynd, 25-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8/3, Katla María Magnúsdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1,.Varin skot: Henriette Östergaard 10 (32%), Dröfn Sveinsdóttir 1 (50%)Úrslit leiksins merkja það að enn eru stelpurnar í 3.