Íþróttaskólinn hefst á sunnudag

Ný námskeið í íþróttaskóla barnanna hefst sunnudaginn 19. janúar og er skráning í fullum gangi. Námskeiðin fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.

Kveðja frá Knattspyrnudeild Umf. Selfoss

Félagi okkar, Steindór Sverrisson er fallinn frá langt um aldur fram.Hverju samfélagi sem og frjálsum félagasamtökum er lífsnauðsyn að eiga öfluga stuðningsmenn og bakhjarla sem standa vaktina og eru tilbúnir til að svara kalli um aðstoð þegar það kemur.

Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Þau Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson verða öll í verkefnum á vegum landsliða Íslands í þessum mánuði. Þær Áslaug og Barbára eru í æfingahópum U17 og U19 ára landsliða Íslands á meðan Guðmundur og Þorsteinn Aron eru í lokahóp U17 ára landsliðsins sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Frábær árangur hjá þessu knattspyrnufólki

Selfoss sækir sigur í fyrsta leik ársins

Selfoss sigraði U-lið Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25-22.Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, jafnt á nánast öllum tölum en Valur þó alltaf hænufetinu á undan.  Undir lok hálfleiksins náðu Selfyssingar nokkrum góðum stoppum í vörninni en virtist fyrirmunað að komast yfir.  Það mark kom þó að lokum og eftir það litu gestirnir varla um öxl, komu muninum strax í tvö mörk og voru í raun óheppnar að leiða ekki með þremur í hálfleik, staðan í hálfleik 13-15.Selfyssingar leiddu allan síðari hálfleikinn, komust fljótt fjórum mörkum yfir og leiddu með 4-5 mörkum allt til leiksloka.  Sigur staðreynd í fyrsta leik ársins í Grill 66 deildinni hjá stelpunum, 22-27.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6,  Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3.

Fjórir Selfyssingar á EM

Ljóst er að fjórir Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á Evrópumeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.

Leikmenn janúarmánaðar

Leikmenn janúarmánaðar eru þau Guðrún Birna Kjartansdóttir og Sölvi Berg Auðunsson.Guðrún Birna er í 5. flokki kvenna, hefur hún æft vel í vetur og stendur sig mjög vel.Sölvi Berg er í 6.

Ísak og Tryggvi með silfur í Þýskalandi

Selfyssingarnir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson léku með U-18 ára landsliði Íslands sem tók þátt á hinu árlega Sparkassen Cup í Lübeck í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.Liðið bar sigurorð af Sviss og Ítalíu í riðlakeppninni en lá fyrir Þýskalandi.Í undanúrslitum vann liðið öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi en liðið endaði í öðru sæti á mótinu eftir þriggja marka tap í hörku úrslitaleik, aftur gegn Þjóðverjum.Gott mót að baki, næstu verkefni liðsins verða í sumar þar sem liðið spilar m.a.

Barbára Sól og Haukur íþróttafólk Árborgar 2019

Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir og handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór á Hótel Selfossi milli hátíða.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.

Sextán ungmenni í landsliðsverkefnum í byrjun árs

Sextán Selfyssingar hafa verið valdir í yngri landslið Íslands sem æfa nú í byrjun janúar, þar af sex í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins.Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið sína hópa fyrir æfingar 2.

Flugeldasala á þrettándanum

Flugeldasalan er opin á þréttandanum!Opið frá 14:00 - 18:00 Kveðjum jólin með stæl